Skip to main content

Rannsóknir á Félagsvísindasviði

Rannsóknir á Félagsvísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Í rannsóknum er hlutverk Félagsvísindasviðs að skapa nýja þekkingu á sviði félagsvísinda sem er gjaldgeng í alþjóðlegu vísindasamfélagi og að vera í fremstu röð við sköpun þekkingar á íslensku samfélagi.
Vísindafólk Félagsvísindasviðs hefur flest stundað framhaldsnám við bestu háskóla heims og myndað rannsóknasamstarf við margar og ólíkar menntastofnanir innanlands sem utan. Því eru rannsóknarniðurstöður iðulega birtar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum.

Til að auðvelda leit að fræðimönnum skólans er hægt að fara í leitina finndu fræðimann.