Í rannsóknum er hlutverk Félagsvísindasviðs að skapa nýja þekkingu á sviði félagsvísinda sem er gjaldgeng í alþjóðlegu vísindasamfélagi og að vera í fremstu röð við sköpun þekkingar á íslensku samfélagi. Vísindafólk Félagsvísindasviðs hefur flest stundað framhaldsnám við bestu háskóla heims og myndað rannsóknasamstarf við margar og ólíkar menntastofnanir innanlands sem utan. Því eru rannsóknarniðurstöður iðulega birtar í alþjóðlega viðurkenndum fræðiritum. Til að auðvelda leit að fræðimönnum skólans er hægt að fara í leitina finndu fræðimann. Vísindanefnd Á sviðinu starfar vísindanefnd, skipuð einum fulltrúa frá hverri deild og er hlutverk hennar m.a. að efla rannsóknastarfsemi og rannsóknarnám sviðsins og vinna að mótun og endurskoðun á stefnu í rannsóknum í samvinnu við deildir og námsbrautir sviðsins. Vísindanefnd á Félagsvísindasviði, aðalfulltrúar: Formaður Þorgerður J Einarsdóttir Erla Sólveig Kristjánsdóttir varamaður Kári Kristjánsson Eva Heiða Önnudóttir varamaður Hulda Þórisdóttir Sif Einarsdóttir Sigurveig H Sigurðardóttir varamaður Freydís J. Freysteinsdóttir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Valgerður Sólnes Hulda Guðmunda Óskarsdóttir, fulltrúi doktorsnema Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri starfar með nefndinni ásamt Huldu Proppé, rannsóknastjóra. Erindisbréf og skipan vísindanefndar Nánari upplýsingar um rannsóknir á Félagsvísindasviði má finna á yfirlitssíðu um rannsóknastofnanir Háskóla Íslands. ÍRIS Rannsóknir á Íslandi - Félagsvísindasvið Þjóðarspegillinn Rannsóknastofur og stofnanir Upplýsingar um rannsóknastofur og -stofnanir á Félagsvísindasviði má nálgast á yfirlitssíðu yfir rannsóknastofnanir Háskóla Íslands. Rannsóknasjóðir Í Uglunni (innri vef) má sjá yfirlit yfir rannsóknasjóði sem taka við umsóknum á næstu mánuðum. Ritraðir á Félagsvísindasviði Á Félagsvísindasviði eru gefnar út ritrýndar ritraðir þar sem vísindafólk miðlar þekkingu á hinum fjölbreyttu sviðum innan félagsvísindanna. Hér að neðan má sjá þær ritraðir sem gefnar eru út á sviðinu. Ritröðin Í stuttu máli Ritröðin Í Stutt máli Ritröðin er vettvangur til miðlunar rannsókna félagsvísindafólks á Íslandi, hugsuð til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Ristjóri er Ólafur Rastrick, dósent í þjóðfræði Hagfræði daglegs lífs – í stuttu máli Kynþáttafordómar í stuttu máli Áfangastaðir – í stuttu máli Ritröðin Rannsóknir í viðskiptafræði Ristjórar eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Runólfur Smári Steinþórsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson Rannsóknir í viðskiptafræði I Rannsóknir í viðskiptafræði II Rannsóknir í viðskiptafræði III Doktorsnám og rannsóknir Félagsvísindasvið býður upp á fjölbreytt doktorsnám við allar deildir fræðasviðsins Umfjöllun um vísindi facebooklinkedintwitter