Skip to main content

Tannlækningastofnun

Tannlækningastofnun (TLS) er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun í tannlæknisfræði og skyldum greinum við Tannlæknadeild.

Stofnunin er til húsa í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4850
Tölvupóstur: jonasge@hi.is

Stjórn 

  • Stefán Pálmason, aðjunkt, formaður
  • Vilhelm Grétar Ólafsson, lektor
  • Sævar Pétursson, lektor

Helstu þættir starfsemi

  1. Rannsóknir sem stundaðar eru af starfsmönnum Tannlæknadeildar.
  2. Árlegur fundur um rannsóknir í tannlækningum þar sem kynntar eru rannsóknir og rannsóknaáætlanir starfsmanna stofnunarinnar og annarra á sviði tannlæknisfræði.
  3. Endurmenntunarnámskeið og árleg röð fyrirlestra fyrir tannlækna.
  4. Álitsgerðir sem unnar eru af sérfræðingum stofnunarinnar fyrir opinbera aðila, einkum landlækni og úrskurðarnefnd almannatrygginga.
  5. Sérverkefni á sviði heilbrigðisþjónustu, einkum í samvinnu við LSH.
  6. Tekjum TLS er varið til að efla rannsóknir og kennslu við Tannlæknadeild.

Tannlækningastofnun tók til starfa 1997. 

Tengt efni