Skip to main content

Umsókn um framhaldsnám

Umsókn um framhaldsnám - á vefsíðu Háskóla Íslands

SÆKJA UM FRAMHALDSNÁM

Tekið er við rafrænum umsóknum um framhaldsnám við Háskóla Íslands tvisvar á ári.

Fyrra umsóknartímabilið, HAUST, er vegna náms sem hefst á haustmisseri, með umsóknarfresti 15. apríl ár hvert. Þegar síðasta umsóknardag ber upp á helgi eða á helgidag er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka degi eftir þann dag. 

  • Undantekning: Hægt er að sækja um innritun í diplómanám á meistarastigi í deildum Félagsvísindasviðs og Menntavísindasviðs, Sagnfræði- og heimspekideild, í lýðheilsuvísindum og í umhverfis- og auðlindafræði til 5. júní.

Seinna umsóknartímabilið, VOR, er vegna náms sem hefst á vormisseri, með umsóknarfresti 15. október ár hvert. Þegar síðasta umsóknardag ber upp á helgi eða á helgidag er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka degi eftir þann dag. 

  • Undantekning: Hægt er að sækja um innritun í tilteknar leiðir í diplómanámi á meistarastigi í nokkrum deildum Félagsvísindasviðs, á Menntavísindasviði og í lýðheilsuvísindum til 30. nóvember.
  • Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
  • Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.
  • Ekki er tekið inn í nám við öll fræðasvið og allar deildir Háskóla Íslands á vormisseri og aðeins takmarkaður hluti námsleiða við skólann er þá í boði. Viðkomandi námsleiðir koma fram á rafrænu umsóknareyðublaði og á sérstöku yfirliti um þær námsleiðir sem hægt er að sækja um.

Sækja um nám á vormisseri 2023

Nánar um umsóknarferlið

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel upplýsingarnar í köflunum hér fyrir neðan.

Tengt efni