Umsókn um framhaldsnám | Háskóli Íslands Skip to main content

Umsókn um framhaldsnám

Umsókn um framhaldsnám - á vefsíðu Háskóla Íslands

SÆKJA UM FRAMHALDSNÁM

Tekið er við rafrænum umsóknum um framhaldsnám við Háskóla Íslands tvisvar á ári.

Fyrra umsóknartímabilið, HAUST, er vegna náms sem hefst á haustmisseri, með umsóknarfresti 15. apríl ár hvert. 

  • Undantekning: Hægt er að sækja um innritun í diplómanám á meistarastigi í deildum Félagsvísindasviðs og Menntavísindasviðs, Sagnfræði- og heimspekideild, í lýðheilsuvísindum og í umhverfis- og auðlindafræði til 5. júní.

Seinna umsóknartímabilið, VOR, er vegna náms sem hefst á vormisseri, með umsóknarfresti 15. október ár hvert.

  • Undantekning: Hægt er að sækja um innritun í tilteknar leiðir í diplómanámi á meistarastigi í nokkrum deildum Félagsvísindasviðs, á Menntavísindasviði og í umhverfis- og auðlindafræði til 30. nóvember.
  • Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
  • Rafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt hér að ofan á umsóknartíma.
  • Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum.
  • Ekki er tekið inn í nám við öll fræðasvið og allar deildir Háskóla Íslands á vormisseri og aðeins takmarkaður hluti námsleiða við skólann er þá í boði. Viðkomandi námsleiðir koma fram á rafrænu umsóknareyðublaði og á sérstöku yfirliti um þær námsleiðir sem hægt er að sækja um.

Nánar um umsóknarferlið

Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel upplýsingarnar í köflunum hér fyrir neðan.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.