Verndarstýring friðlýstra svæða | Háskóli Íslands Skip to main content

Verndarstýring friðlýstra svæða

Fyrsta verkefnið af þessum toga var gerð verndaráætlana fyrir Suður- og Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á árunum 2008-2010.

Á árunum 2012-2013 var unnið að verkefnum um Vikrafellsleið og Vonarskarð og 2018-19 að rannsókn á samspili náttúruverndar og byggðaþróunar.

Nýjasta verkefnið (2018-2020) er gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand.

Forstöðumaður rannsóknasetursins hefur jafnframt staðið fyrir árlegu vettvangsnámskeiði um stjórnun verndarsvæða í samstarfi við Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Útgefið efni