Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði

""

Umhverfis- og auðlindafræði

120 einingar - Meistarapróf gráða

. . .

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

  ""

  Nám fyrir þig?

  Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðilegt og gerð er krafa um BA, BS eða B.Ed. próf, óháð námsgrein. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

  Meistaranámið er tveggja ára rannsóknartengt nám (120 ECTS) samsett af kjarnanámskeiðum, bundnu vali í rannsóknaraðferðum, valnámskeiðum þvert á fræðasvið Háskólans og meistaraverkefni. Nemendur velja sér áherslulínur eða kjörsvið:

  • Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála
  • Stjórnun náttúruauðlinda
  • Hafið og sjálfbærni
  • Endurnýjanleg orka - orka og sjálfbærni: stefnumótun, orkuhagfræði og umhverfi
  • Umhverfis- og auðlindafræði (Opið kjörsvið)

  Þverfræðilegt skipulag

  Hornsteinn námsins er meistaraverkefni byggt á rannsóknum, sem mögulegt er að vinna í samstarfi við innlenda og erlenda aðila innan annarra háskóla, stofnana og fyrirtækja. Nemendur fá tækifæri til að kynnast atvinnulífinu í vettvangsferðum og verkefnavinnu sem og með starfsþjálfun sem metin er til eininga.

  Öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands standa að náminu. Kennsla fer fram á ensku og nemendur brautskrást með MA eða MS í umhverfis- og auðlindafræði frá mismunandi deildum, allt eftir áherslum þeirra í meistaraverkefninu.

  Nemendur velja leiðbeinanda í meistaraverkefni úr hópi fastra akademískra starfsmanna. Heimadeild aðalleiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi brautskráist frá að námi loknu. Frá stofnun námsins hafa yfir 250 kandídatar, af 40 þjóðernum lokið meistaragráðu (MA og MS) í umhverfis- og auðlindafræði frá 17 deildum Háskóla Íslands. 

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  1. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-, BA- eða B.ed.- prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt. Miðað við 1. einkunn (7,25) í grunnnámi.
  2. Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 85, IELTS 6.5). Íslenskir umsækjendur þurfa aðeins að sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
  3. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform, og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð. Greinargerðir frá öllum nemendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku.
  4. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Hvað segja nemendur?

  Sigríður Rós Einarsdóttir
  Bjarnhéðinn Guðlaugsson
  Jóhann Helgi Stefánsson
  Laura Malinauskaite
  Sigríður Rós Einarsdóttir
  MS í umhverfis- og auðlindfræði frá Hagfræðideild 2017

  Reynslan mín af náminu í umhverfis- og auðlindafræði var mjög skemmtileg og einstaklega fræðandi. Ég hef lengi haft áhuga á umhverfis- og orkumálum en námið opnaði fyrir mér nýjar víddir og dýpkaði skilning minn á þessum málum til muna. Einn af helstu kostunum við námið fannst mér hversu fjölþjóðlegur nemendahópurinn er, að fá ólíka sýn á þessi mál frá fólki hvaðanæva úr heiminum var algjörlega ómetanlegt. Kennararnir eru frábærir og ég fékk mikið frelsi til að þróa mína eigin meistararannsókn með ómetanlegri leiðsögn leiðbeinandans míns. Ég tel námið hafa undir búið mig vel undir hvað sem koma skal næsta hjá mér, hvort sem það verður frekara nám eða að fara út á vinnumarkaðinn.

  Bjarnhéðinn Guðlaugsson
  MS í umhverfis- og auðlindafræði frá Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 2018

  Hvernig náum við sjálfbærni? Hvernig getum við aukið lífsgæði í heiminum? Hvers vegna tekur svona langan tíma að taka ákvarðanir í umhverfismálum? Ef þetta er spurning sem þú hefur í huga og vilt fá svör, þá myndi ég segja að umhverfis og auðlindafræði sé rétta námið. Ég valdi þetta nám því ég brennandi áhuga þremur sviðum i) umhverfismálum, ii) þróun í orkumálum og iii) tengslum á milli samfélagsins, umhverfisins og hagkerfisins.  
  Námið er bæði fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt. Ásamt því gefur námið nemendum möguleika á að velja saman áfanga sem hentar áhugasviði hvers og eins nemanda. Þar með setur það námið í hendunar á nemandanum og leyfir nemandanum setja saman námskrá sem fylgir hans/hennar áhugasviði. 
  Reynsla mín af þessu námi er mjög skemmtileg og áhugaverð. Ég hef náð að auka þekkingu mína innan míns áhugasvið ásamt því að kynnast nýjum áhugaverðum sviðum og aðferðum. Ásamt því hef ég kynnst mikið af frábæru fólki frá öllum heimshornum og hefur það líka aukið minn skilninga á mismunandi kúltur og menningu.

  Jóhann Helgi Stefánsson
  MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2018

  Nám í umhverfis- og auðlindafræði er gríðarlega góður grunnur inn í framtíðina. Þú færð þverfræðilega sýn á þau flóknu vandamál sem við stöndum frammi fyrir, lærir um ný tól og öðlast nýja hugsun til að takast á við þau frá framúrskarandi kennurum. Námið er mjög alþjóðlegt sem leiðir til þess að þú kynnist skemmtilegum og ólíkum samnemendum með áhugaverðan bakgrunn, sem oftar en ekki leiðir til góðrar og langvarandi vináttu.

  Laura Malinauskaite
  MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2016

  Ég fór í meistaranámið án þess að vita nákvæmlega við hverju ég átti að búast og var mjög ánægð með það. Þverfræðilegt skipulag gefur nemendum tækifæri til að kanna helstu viðfangsefni í umhverfis og auðlindafræðum í upphafi námsins. Nemendur geta svo einbeitt sér að völdum námskeiðum í lokin og þróað  sérþekkingu á völdum sviðum. 
  Fyrir mig var mjög mikilvægur hluti námsins að kynnast fólki frá öllum heimshornum með mismunandi bakgrunn sem hugsaði samt á svipaðan hátt og ég. Eins að nýta mér þau tækifæri sem námið hefur upp á að bjóða til dæmis tók ég virkan þátt í starfsemi nemendafélagsins Gaiu og fór í skiptinám erlendis. 

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Að námi loknu

  Að námi loknu bíður fjölbreyttur starfsvettvangur enda byggja nemendur upp einstaklingsbundna sérhæfingu og geta skapað sín eigin tækifæri. Umhverfis- og auðlindamál hafa snertiflöt við flesta þætti samfélagsins og starfstækifæri liggja víða, hvort sem er hjá einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum eða frjálsum félagasamtökum. Brautskráðir nemendur fást m.a. við ráðgjöf, stefnumótun, nýsköpun, rannsóknir, kennslu og miðlun, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

  Texti hægra megin 

  Alþjóðlegt umhverfi

  Nemendahópurinn samanstendur af fólki alls staðar að úr heiminum með fjölbreyttan bakgrunn, bæði hvað varðar menntun og starfsreynslu. Íslenskir nemendur fá þannig einstakt tækifæri til að vinna í alþjóðlegu umhverfi innan landsteinanna. Námið er því tilvalið fyrir fólk sem vill öðlast færni í að vinna í þverfræðilegum og alþjóðlegum teymum.

  Félagslíf

  Gaia, félag meistaranema í umhverfis– og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, stendur fyrir öflugu félagslífi, auk þess sem markmið þess er að vera öflugt samskipta– og öryggisnet. Gaia er aðalskipuleggjandi Grænna daga við Háskóla Íslands. Nemendahópurinn í umhverfis– og auðlindafræðum er alþjóðlegur og því fara samskipti innan félagsins yfirleitt fram á ensku.

  Hafðu samband

  Upplýsingar um námið veitir
  Bjargey Anna Guðbrandsdóttir verkefnisstjóri
  umhverfi@hi.is
  Sími: 525-5457
  Bókaðu fjarfund í bókunargátt

  Facebook