
Umhverfis- og auðlindafræði
120 einingar - Meistarapróf gráða
Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Meginmarkmið námsins er að útskrifa nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði og faggreinar. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.

Nám fyrir þig?
Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að þeim sem brenna fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Námið er þverfræðilegt og gerð er krafa um BA, BS eða B.Ed. próf, óháð námsgrein. Kennt er alfarið á ensku og nemendahópurinn er alþjóðlegur.
Meistaranámið er tveggja ára rannsóknartengt nám (120 ECTS) samsett af kjarnanámskeiðum, bundnu vali í rannsóknaraðferðum, valnámskeiðum þvert á fræðasvið Háskólans og meistaraverkefni. Nemendur velja sér áherslulínur eða kjörsvið:
- Umhverfis- og auðlindafræði
- Sjálfbær orku- og iðnaðarkerfi
- Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála
- Stjórnun náttúruauðlinda
- Sjávarauðlindafræði
- Endurnýjanleg orka - orkuhagfræði, stefnumótun og sjálfbærni

Þverfræðilegt skipulag
Hornsteinn námsins er meistaraverkefni byggt á rannsóknum, sem mögulegt er að vinna í samstarfi við innlenda og erlenda aðila innan annarra háskóla, stofnana og fyrirtækja. Nemendur fá tækifæri til að kynnast atvinnulífinu í vettvangsferðum og verkefnavinnu sem og með starfsþjálfun sem metin er til eininga.
Öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands standa að náminu. Kennsla fer fram á ensku og nemendur brautskrást með MA eða MS í umhverfis- og auðlindafræði frá mismunandi deildum, allt eftir áherslum þeirra í meistaraverkefninu.
Nemendur velja leiðbeinanda í meistaraverkefni úr hópi fastra akademískra starfsmanna. Heimadeild aðalleiðbeinanda segir til um frá hvaða deild nemandi brautskráist frá að námi loknu. Frá stofnun námsins hafa yfir 200 kandídatar, af 19 þjóðernum lokið meistaragráðu (MA og MS) í umhverfis- og auðlindafræði frá 17 deildum Háskóla Íslands.
- Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-, BA- eða B.ed.- prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt. Miðað við 1. einkunn (7,25) í grunnnámi.
- Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 85, IELTS 6.5). Íslenskir umsækjendur þurfa aðeins að sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, bakgrunn sinn og þekkingu á þessum málaflokki, markmið með náminu og framtíðaráform, og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð. Greinargerðir frá öllum nemendum, íslenskum sem erlendum, skulu vera á ensku.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2-3 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn.