Skip to main content

Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja samning og útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar, rímorðabókar og íslenskrar stílfræði, svo og að styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitorðabók sitja í fyrirrúmi.

Styrk úr sjóðnum skal aðeins veita manni eða mönnum, sem hafa kynnt sér rækilega samningu bóka ofangreindra tegunda erlendis og eru óumdeildanlega verkinu vaxnir að því er snertir þekkingu, verkhæfni og innræti.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1970 af Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi og Margréti Jónsdóttur, konu hans.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.