Uglan, innri vefur Háskóla Íslands, er eitt mikilvægasta tækið sem nemendur og kennarar nota við nám og störf. Ugluna má finna á ugla.hi.is, en einnig er hægt að skrá sig inn af forsíðu hi.is. Um Ugluna Kennarar leggja kennsluáætlanir, glærur og fyrirlestra, verkefni og ýmislegt annað inn á Ugluna og nemendur geta nálgast skjölin þar. Einnig eru ýmsar mikilvægar tilkynningar birtar í Uglu. Upplýsingagjöf og aðgangur hvers nemanda miðast við skráningu hans. Því er mjög mikilvægt að skráningar séu ávallt réttar og bera nemendur sjálfir ábyrgð á því. Kennarar gera ráð fyrir því að nemendur fylgist vel með Uglu. Á vef upplýsingatæknisviðs HÍ er að finna meiri upplýsingar um Uglu og kynningarmyndband fyrir nýja notendur. Hvernig fæ ég aðgang að Uglu? Eftir að umsókn þín um nám við Háskóla Íslands hefur verið samþykkt og þú hefur greitt skrásetningargjaldið þá getur þú úthlutað þér notandanafni og lykilorði að Uglunni með því að skrá þig inn á umsóknarsíðuna þína („Yfirlit umsókna“) með netfanginu og lykilorðinu sem þú bjóst til við skráningu í samskiptagátt Háskóla Íslands. Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í samskiptagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist fyrst í gáttinni. Tölvupóstur Háskólatölvupóstinn má nálgast úr Uglu. Á vef upplýsingatæknisviðs HÍ má nálgast leiðbeiningar um það hvernig hægt er að setja upp háskólapóstinn í helstu tölvupóstforritum, kjósi nemendur að gera það. Kennarar gera ráð fyrir því að nemendur lesi tölvupóstinn sinn reglulega og senda oft mikilvægar upplýsingar til nemendahópa í námskeiðum sínum. Þráðlaust net Þráðlaust net (eduroam) er á öllu háskólasvæðinu og auðvelt að tengjast hvar sem er. Á vef upplýsingatæknisviðs HÍ (UTS) má nálgast leiðbeiningar um það hvernig nemendur tengjast netinu, en það er gert í gegnum Uglu. Athugið að hver notandi getur aðeins haft tvö tæki tengd á sama tíma við þráðlausa netið. Ef einhver vandamál koma upp má alltaf hafa samband við UTS, annað hvort með því að senda póst á help@hi.is eða með því að hringja í þjónustuverið í síma 525 4222. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.