Aldarsaga Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Aldarsaga Háskóla Íslands

Stórvirkið Aldarsaga Háskóla Íslands 1911-2011, var gefið út í tilefni af aldarafmæli skólans. Um er að ræða mjög umfangsmikið og vandað rit, tæplega 900 blaðsíður að lengd og skreytt rúmlega 300 myndum af margvíslegu tagi.

Höfundar ritsins eru Guðmundur Hálfdánarson, Sigríður Matthíasdóttir og Magnús Guðmundsson en ritstjórn þess var í höndum Gunnars Karlssonar.

Í  bókinni er sagt frá kennsluháttum og breytingum á þeim, rannsóknum starfsmanna, samskiptum kennara og stúdenta, félagsstarfi og lífsháttum nemenda. Þannig eru samskipti ríkisvaldsins og háskólans rakin nákvæmlega frá því að hann var svo gersamlega undir stjórn ráðherra að ráðherra gat veitt kennarastöður að eigin geðþótta uns háskólinn náði því að stýra nánast öllu starfi sínu innan ramma laga og samninga við ríkið um fjárveitingar. Sögunni er skipt í þrjá hluta eftir ríkjandi áherslum á hverjum tíma. Embættismannaskólinn fjallar um fyrstu hálfa öldina, Grunnmenntunarskólinn um næstu þrjá áratugi, 1961-90, og Rannsóknaháskólinn um tvo síðustu áratugina.

Háskólaútgáfan gefur Aldarsögu Háskóla Íslands út.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.