Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Velkomin/n í nám á Verkfræði-  og náttúruvísindasviði.

Okkur finnst mikilvægt að nám þitt á sviðinu verði eftirminnilegt og jafnframt góður undirbúningur fyrir frekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir fólki með menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda og náttúruvísinda er mikil í öllum geirum samfélagsins og víða um heim. Það eru því margvísleg tækifæri sem bíða þín að loknu námi við sviðið.

Á þessari síður finnur þú upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu. 

Dagskrá móttöku nýnema 2020

Móttaka nýnema VoN verður dagana 20. –21. ágúst. Þar verður farið yfir ýmis mikilvæg atriði fyrir komandi háskólanám en vert er þó að taka fram að móttakan verður öðru sniði en venjulega vegna Covid-19.  

Nemendum verður skipt upp í hópa eftir námsleiðum og fá kynningu á sinni námsgrein frá fulltrúum sinnar námsbrautar í kennslustofum í Öskju, Háskólabíói og Háskólatorgi. Hér að neðan getur þú séð hvar og hvenær þú átt að mæta.  

Gætt verður að sóttvörnum og gengið út frá 1m reglunni eftir tilmælum sóttvarnalæknis. Nemendur ganga inn um fyrirfram ákveðna innganga sjá einnig hér fyri r neðan

Það verður handspritt fyrir framan allar kennslustofur og nemendur beðnir um að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.  

Nemendur eru beðnir um að ganga beint inn í sína stofu þegar þau mæta á svæðið, þetta er gert til að lágmarka fjölda í almennum rýmum.  

Kynningarnar verða teknar upp og deilt á nýnemasíðu í Canvas. Allir nýnemar á Verkfræði og náttúruvísindasviði hafa verið skráðir inn á síðu í Canvas sem heitir “Nýnemar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði”. Á þeirri síðu má finna allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi háskólans. Smellið hér til að komast inn á síðuna.

Í lok kynninganna munu nemendafélög ykkar námsleiða segja frá sinni starfsemi og rölta svo með nýnemum um háskólasvæðið.

Námsleiðin hvetur alla nýnema til að taka þátt og mæta ef þeir eiga þess kost. Þarna gefst tækifæri til að hitta og spjalla við samnemendur og kennara námsbrautarinnar.

https://www.hi.is/sites/default/files/davidfa/mottaka_nynema_tafla_af_skipulagi_uppfaert_18.08.2020_13.28.jpg
 

Teikning af Háskólabíói: Vinsamlegast notið viðeigandi innganga

https://www.hi.is/sites/default/files/davidfa/teikning_af_haskolabio_.jpg

Teikning af Öskju: Notið annað hvort aðalinngang eða inngang á austurhlið

https://www.hi.is/sites/default/files/davidfa/teikning_askja.jpg

Teikning af Háskólatorgi: Notið inngang á 2. hæð og gangið hringstigann niður á 1. hæð

https://www.hi.is/sites/default/files/davidfa/teikning_haskolatorg_crop.jpg

Velkomin á Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Sjáðu um hvað námið snýst

Nemendur samankomnir á móttöku nýnema

Undirbúningur fyrir komandi háskólanám

Við á Verkfræði- og náttúruvísindasviði viljum taka vel á móti nýnemum okkar og aðstoða ykkur við að takast á við nýjar áskoranir í haust 2020. Því verða ýmis úrræði í boði til að undirbúa ykkur sem best undir komandi nám.

Mikilvægar dagsetningar fyrir haust 2020

 • 10. - 19. ágúst: Rafræn undirbúningsnámskeið
  • Rafræn undirbúningsnámskeið í nokkrum kjarnafögum
 • 20. ágúst: Upphaf skólaárs
  • 20. - 21. ágúst: Upphaf skólaárs fyrir nýnema þar sem farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði fyrir komandi háskólanám. 
  • 24. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá. Stundaskrá birtist á Uglu innri vef skólans en hér má finna drög.
 • 10. september: Endurskoðun námskeiðaskráninga
  • Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningu á haustmisseri 2020.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr