Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Velkomin/n í nám á Verkfræði-  og náttúruvísindasviði. Hér að neðan eru upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu. 

Dagskrá móttöku nýnema 2019

""

Velkomin á Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands - húsnæði og aðstaða

Sjáðu um hvað námið snýst

Undirbúningur fyrir komandi háskólanám

Við á Verkfræði- og náttúruvísindasviði viljum taka vel á móti nýnemum okkar og aðstoða ykkur við að takast á við nýjar áskoranir í haust (2019). Því verða ýmis úrræði í boði til að undirbúa ykkur sem best undir komandi nám.

Mikilvægar dagsetningar fyrir haust 2019

 • 19. júní: Kynningarfundur fyrir alla umsækjendur um grunnnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði 
 • ​8. og 9. ágúst: Kynningar á aðstoð fyrir nýnema VoN
  • Kynningarnr verða í stofu HT-103 á Háskólatorgi frá 17:00 - 18:00. Farið verður í sömu atriði báða daga og því ráðið þið hvorn daginn þið mætið.
  • Nemendur kynntir fyrir kennslukerfinu tutor-web sem þeir geta nýtt sér til undirbúnings í stærðfræði. Nemendur eru hvattir til að koma með snjallsíma eða fartölvu með sér.
  • Hér má finna upptöku frá fundinum: https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=2153cc0b-30c5-40d6-a36b-aaa40118b293
 • 22. ágúst: Upphaf skólaárs
  • 22. - 23. ágúst: Upphaf skólaárs fyrir nýnema þar sem farið verður yfir ýmis mikilvæg atriði fyrir komandi háskólanám. 
  • 26. ágúst: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Stundaskrá birtist á Uglu innri vef skólans en drög má finna á heimasíðu sviðsins von.hi.is.
 • 10. september: Endurskoðun námskeiðaskráninga
  • Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningu á haustmisseri 2019.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr