Skip to main content

Nýnemar Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

Velkomnir nýnemar VoN

Okkur finnst mikilvægt að námið á sviðinu verði eftirminnilegt og góður undirbúningur fyrir frekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir fólki með menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda og náttúruvísinda er mikil í öllum geirum samfélagsins og víða um heim. Tækifærin að loknu námi við VoN eru því mörg.

Á þessari síður finnur þú upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu. 

Dagskrá móttöku nýnema 2023

Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ býður öllum nýnemum sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. ágúst.

Dagskrá móttökunnar hefst með sameiginlegri dagskrá í stóra salnum í Háskólabíó á fimmtudeginum kl. 12.30.

Þegar þeirri dagskrá lýkur fara nýnemar ásamt kennurum í sína námsbraut og mun dagskrá mótast af hverri námsbraut fyrir sig.

Á föstudeginum verður boðið upp á fræðslu fyrir nýnema með yfirskriftinni "Velgengni í námi". Boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádegishléinu og eftir það munu nemendafélög innan VoN stýra dagskránni.

Nánari dagskrá:

17. ágúst - Fimmtudagur

12.30 - 13.00 - Móttaka í Stóra sal Háskólabíó (Allir nýnemar)

  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

  • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs

  • Kynning á Stúdentaráði HÍ og sviðsráði VoN

13.00 – 16.00 - Námsbrautir VoN  

Nemendur fylgja kennurum í sínar námsbrautir og dagskrá heldur áfram (Athugið að tímalengd er breytileg eftir námsbrautum)

Hér má sjá upplýsingar um staðsetningu og tengiliði einstaka námsbrauta.

18. ágúst - Föstudagur

10.00 – 11.30 Velgengni í námi (Allir nýnemar) - Háskólabíó, stóri salur

Erindi frá þjónustueiningum Háskóla Íslands:

  • Kynning á nemendaþjónustu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
  • Alþjóðasvið kynnir möguleika á námsdvöl erlendis
  • Nemendaráðgjöf HÍ kynnir fjölbreytta þjónustu sem stendur nemendum til boða
  • Ritver kynnir aðstoð við nemendur
  • Nemendafélög taka á móti sínum nemendum

11.30 – 12.30 Hádegismatur fyrir nýnema og starfsfólk VoN

Staðsetning:

Túnið sunnan við VR-I 
 

12.30 – 14.30 Nemendafélög VoN fylgja nýnemum í skemmtilegri dagskrá.

______________________________________________________________________________

Hér fyrir neðan er myndband með kveðju frá Sigurði M. Garðarssyni, forseta sviðsins.

Við hvetjum ykkur eindregið til  að kíkja á það og einnig eftirtalin myndbönd um ýmsa þjónustu og starfsemi HÍ.

Velkomin í HÍ  -  Jafnrétti í HÍ  - Náms- og starfsráðgjöf HÍ  -  Net, tölvu og tæknimál í HÍ  -  Kynningarmyndband um Uglu - Canvas fyrstu skrefin - Notkun gervigreindar í háskólanámi - Hvað má og hvað má ekki?

Velkomin á Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Sjáðu um hvað námið snýst

Undirbúningur fyrir komandi háskólanám

Við á Verkfræði- og náttúruvísindasviði viljum taka vel á móti nýnemum okkar og aðstoða ykkur við að takast á við nýjar áskoranir. Því verða ýmis úrræði í boði til að undirbúa ykkur sem best undir komandi nám.

  • Stutt undirbúningsnámskeið í nokkrum kjarnafögum verða haldin í ágúst á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, nemendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar verða sendar fyrstu vikuna í ágúst.
     
  • Kennsluvefurinn tutor-web - æfingar í stærðfræði
  • Edbook, kennsluefni þar sem farið er í grunnhugtök stærðfræðinnar og eðlisfræðinnar (skriflegt og myndbönd) - edbook.hi.is

Mikilvægar dagsetningar fyrir haust 2023

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook