
Velkomnir nýnemar VoN
Okkur finnst mikilvægt að námið á sviðinu verði eftirminnilegt og góður undirbúningur fyrir frekara nám eða þátttöku í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir fólki með menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, raunvísinda og náttúruvísinda er mikil í öllum geirum samfélagsins og víða um heim. Tækifærin að loknu námi við VoN eru því mörg.
Á þessari síður finnur þú upplýsingar sem gagnast þeim sem eru að hefja nám á sviðinu.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ býður öllum nýnemum sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar fimmtudaginn 17. og föstudaginn 18. ágúst.
Dagskrá móttökunnar hefst með sameiginlegri dagskrá í stóra salnum í Háskólabíó á fimmtudeginum kl. 12.30.
Þegar þeirri dagskrá lýkur fara nýnemar ásamt kennurum í sína námsbraut og mun dagskrá mótast af hverri námsbraut fyrir sig.
Á föstudeginum verður boðið upp á fræðslu fyrir nýnema með yfirskriftinni "Velgengni í námi". Boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádegishléinu og eftir það munu nemendafélög innan VoN stýra dagskránni.
Nánari dagskrá:
17. ágúst - Fimmtudagur
12.30 - 13.00 - Móttaka í Stóra sal Háskólabíó (Allir nýnemar)
- Jón Atli Benediktsson, Rektor HÍ
- Sigurður Magnús Garðarsson, forseti VoN
- Fulltrúar úr sviðsráði VoN kynna Stúdentaráð HÍ og sviðsráð VoN
13.00 – 16.00 - Námsbrautir VoN
Nemendur fylgja kennurum í sínar námsbrautir og dagskrá heldur áfram (Athugið að tímalengd er breytileg eftir námsbrautum)
18. ágúst - Föstudagur
10.00 – 11.30 Velgengni í námi (Allir nýnemar)
11.30 – 12.30 Hádegismatur fyrir nýnema og starfsfólk VoN
Staðsetning:
Túnið sunnan við VR-I (ef veður leyfir*)
*Ef veður verður óhagstætt verður hádegismatur staðsettur í Öskju, Sturlugötu 7.
12.30 – 14.30 Nemendafélög VoN fylgja nýnemum í skemmtilegri dagskrá.
______________________________________________________________________________
Hér fyrir neðan er myndband með kveðju frá Sigurði M. Garðarssyni, forseta sviðsins.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á það og einnig eftirtalin myndbönd um ýmsa þjónustu og starfsemi HÍ.
Velkomin í HÍ - Jafnrétti í HÍ - Náms- og starfsráðgjöf HÍ - Net, tölvu og tæknimál í HÍ - Kynningarmyndband um Uglu - Canvas fyrstu skrefin