Inntökuskilyrði á Menntavísindasviði | Háskóli Íslands Skip to main content

Inntökuskilyrði á Menntavísindasviði

Stúdentar sem hefja nám í Háskóla Íslands þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi frá erlendum skóla.

Fyrir utan almennu kröfuna um stúdentspróf eru inntökuskilyrði mismunandi eftir deildum Háskólans. Ítarlegar upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við HÍ og í köflum fræðasviða og deilda í kennsluskrá Háskólans. Sömuleiðis eru inntökuskilyrði tiltekin í upplýsingum um hverja námsleið fyrir sig.

Umsóknarfrestur í grunnnám er alla jafna 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er 5. júní. 

Auk inntökuskilyrða þurfa umsækjendur að kynna sér vel aðgangsviðmið deilda áður en þeir velja námsleið. Sjá einnig fyrirvara í kennsluskrá.
  Tengt efni

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  CAPTCHA
  Sía fyrir ruslpóst
  Image CAPTCHA
  Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.