Verkfræði- og náttúruvísindasvið (VON) býður uppá fjölbreytt rannsóknatengt doktorsnám. Námið er oftast 180 einingar eða 210 einingar og fer það eftir því í hvaða fagi námið er. Miðað er við þriggja ára nám hið minnsta í fullu starfi. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nemendum er bent á að hafa samband við námsbrautarformann og/eða deildarforseta á því fagsviði sem þeir hafa hug á. Með umsókn í doktorsnám þarf að skila staðfestum afritum af öllum prófskírteinum á pappír til Háskóla Íslands eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsókn er skilað inn. Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Námsleiðir í doktorsnámi Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Doktorsnám í Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Doktorsnám að loknu meistaraprófi er 210 einingar. Námið er hið minnsta þriggja ára nám, í fullu starfi. Doktorsnám er einstaklingsmiðað rannsóknarnám í samráði við leiðbeinendur. Námið skiptist í námskeiðshluta og rannsóknarverkefni. Námskeiðshlutinn skal jafngilda að minnsta kosti 30 einingum. Doktorsnemi hefur að lágmarki eins árs viðveru við Háskóla Íslands eftir að námskeiðshluta lýkur. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nám í boði Efnaverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Hugbúnaðarverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Iðnaðarverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Lífverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Reikniverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Tölvunarfræði, Doktorspróf, 210 einingar Vélaverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Jarðvísindadeild Doktorsnám í Jarðvísindadeild Doktorsnám að loknu meistaraprófi er 180 einingar. Námið er þriggja ára nám, hið minnsta, í fullu starfi. Doktorsnám er einstaklingsmiðað rannsóknarnám í samráði við leiðbeinendur. Jarðvísindi eru í mikilli sókn. Jarðfræðirannsóknir eru mikilvægar við nýtingu jarðhita og beislun fallorku, vöktun eldstöðva, nýtingu jarðefna og umhverfisrannsóknir. Nemendur frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands eru eftirsóttir á vinnumarkaði og vinna jafnt hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem við ráðgjöf og hjá verkfræðistofum. Þá vinnur fjöldi jarðvísindamanna við umhverfismál og kennslu í framhalds- og háskólum. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nám í boði Jarðeðlisfræði, Doktorspróf, 180 einingar Jarðfræði, Doktorspróf, 180 einingar Jarðvísindi, Doktorspróf, 180 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Líf- og umhverfisvísindadeild Doktorsnám í Líf- og umhverfisvísindadeild Doktorsnám felst einkum í rannsókn sem lýkur með doktorsritgerð. Þó getur doktorsnefnd gert kröfu um að nemandi í doktorsnámi ljúki einnig námskeiðum. Doktorsverkefni skal vera 180 einingar. Einingar fyrir námskeið bætast ofan á þær einingar sem gefnar eru fyrir doktorsverkefnið. Nám í boði Ferðamálafræði, Doktorspróf, 180 einingar Landfræði, Doktorspróf, 180 einingar Líffræði, Doktorspróf, 180 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Doktorsnám í Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Doktorsnám að loknu meistaraprófi er 180 einingar. Námið er þriggja ára nám, hið minnsta, í fullu starfi. Námið er einstaklingsmiðað og skipulagt í samráði við leiðbeinendur. Námið skiptist í námskeiðshluta og rannsóknarverkefni. Námskeiðshlutinn jafngildir 30 einingum hið minnsta. Eftir að námskeiðshluta lýkur hefur doktorsnemi að lágmarki eins árs viðveru við Háskóla Íslands. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nám í boði Rafmagns- og tölvuverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Rafmagnsverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Tölvuverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Raunvísindadeild Doktorsnám í Raunvísindadeild Doktorsnám að loknu meistaraprófi er 180 einingar. Námið er þriggja ára nám, hið minnsta, í fullu starfi. Námið er einstaklingsmiðað og skipulagt í samráði við leiðbeinendur. Doktorsnám felst einkum í rannsókn sem lýkur með doktorsritgerð. Doktorsritgerðin skal vera 180 einingar. Doktorsnefnd getur gert kröfu um að nemandi í doktorsnámi ljúki einnig námskeiðum. Einingar fyrir námskeið bætast þá ofan á þær einingar sem gefnar eru fyrir doktorsritgerð. Nám í boði Eðlisfræði, Doktorspróf, 180 einingar Efnafræði, Doktorspróf, 180 einingar Lífefnafræði, Doktorspróf, 180 einingar Stærðfræði, Doktorspróf, 180 einingar Tölfræði, Doktorspróf, 180 einingar Vistfræðilíkön, Doktorspróf, 180 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Doktorsnám í Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Doktorsnám í byggingarverkfræði eða umhverfisverkfræði að loknu meistaraprófi er 210 einingar en doktorsnám í umhverfisfræði er 180 einingar. Námið er þriggja ára nám, hið minnsta, í fullu starfi. Námið er einstaklingsmiðað og skipulagt í samráði við leiðbeinendur. Nám til 210 eininga skiptist í námskeiðshluta og 180 eininga rannsóknarverkefni. Námskeiðshlutinn jafngildir 30 einingum hið minnsta. Nám til 180 eininga byggir á 180 eininga rannsóknarverkefni en doktorsnefndir geta gert kröfu um að doktorsnemandi ljúki námskeiðum sem bætast þá við námið. Eftir að námskeiðshluta lýkur hefur doktorsnemi að lágmarki eins árs viðveru við Háskóla Íslands. Umsækjendur í doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nám í boði Byggingarverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Umhverfisverkfræði, Doktorspróf, 210 einingar Umhverfisfræði, Doktorspróf, 180 einingar Nánari upplýsingar um umsókn og fylgigögn. Sjá allt doktorsnám við Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter