Rannsóknir | Háskóli Íslands Skip to main content

Rannsóknir

Kennarar við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild reka öflugt rannsóknastarf, bæði í einyrkjastarfi og í samstarfi við aðra aðila, innlenda sem erlenda. Í tengslum við rannsóknir sínar reka fjölmargir rannsóknasetur.

Fastir kennarar deildarinnar eru virtir fræðimenn sem tekið hafa þátt í mótun þjóðfélagsumræðunnar bæði hér á landi og erlendis. Rannsóknarvirkni þeirra er með því besta sem gerist við Háskóla Íslands. Kennarar birta greinar í virtum tímaritum og gefa út bækur sem m.a. nýtast nemendum í námi sínu.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Hlutverk hennar er m.a. að efla félags-, mannfræði- og þjóðfræðivísindi á Íslandi með hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Sem dæmi um rannsóknarsvið stofnunarinnar eru kjarakannanir, menntarannsóknir, vinnustaðaúttektir, rannsóknir á kynbundnum launamun og viðhorfakannanir. Innan Félagsvísindastofnunar starfar fjöldi sjálfstæðra rannsóknastofa sem tengjast rannsóknarverkefnum kennara.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.