Skip to main content

Rannsóknarstofnun um lyfjamál

Rannsóknarstofnun um lyfjamál - á vefsíðu Háskóla Íslands

Markmið Rannsóknarstofnunar um lyfjamál (RUL) er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjanotkun og lyfjastefnu á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Stofnuninni er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði lyfjamála, einkum öllu því er lýtur að skynsamlegri lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði. Markmið RUL er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu um stefnumörkun og stjórnun lyfjamála og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. Starfsemi RUL er þríþætt:

 • Rannsóknir og úttektir á lyfjamálum
 • Þjónustuverkefni á sviði lyfjamála fyrir samstarfsaðila og aðra aðila
 • Símenntun á sviði lyfjamálafræða

Rannsóknastofnun um lyfjamál við Háskóla Íslands (RUL) var stofnuð þann 25. apríl 2007 við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar undirrituðu þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Siv Friðleifsdóttir og rektor HÍ, Kristín Ingólfsdóttir stofnsamning til þriggja ára og var hann vottaður af þáverandi menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Stofnaðilar RUL eru Háskóli Íslands, Lyfjastofnun, Landlæknisembættið, Landspítali - Háskólasjúkrahús, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Lyfjafræðingafélag Íslands.

  Rannsóknarstofnun um lyfjamál
  Haga
  Hofsvallagötu 53
  107 Reykjavík
  Sími: 525 5217
  Fax: 525 4071