Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands er vísindaleg rannsókna- og fræðastofnun sem heyrir undir Heilbrigðisvísindasvið. Eitt af markmiðum stofnunarinnar er að veita rannsakendum stuðning, til dæmis upplýsingar um styrkjamöguleika, aðstoð við umsóknagerð, rekstur verkefna og tölfræðiráðgjöf. Innlendir og erlendir rannsóknastyrkir Á Heilbrigðisvísindastofnun er veitt margvísleg aðstoð tengd innlendum og erlendum rannsóknastyrkjum. Til dæmis: Ráðgjöf og upplýsingar um sjóði og styrkjamöguleika. Aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknasjóði. Aðstoð í samningaferli og við samningagerð. Verkefnastjórnun rannsóknarverkefna, rekstur, og aðstoð við skýrslugerð. Aðstoð við skráningu meðferðarprófana í gagnagrunn. Nánari upplýsingar veita: Ása Vala ÞórisdóttirRannsóknastjóri5254835asavala [hjá] hi.is Vefþjónusta fyrir símaskrá svarar ekki eða fyrirspurnin skilar engum niðurstöðum - (nafnalisti) Framhaldsnámsstjóri Framhaldsnámsstjóri Heilbrigðisvísindasviðs vinnur að eflingu framhaldsnáms við sviðið í samvinnu við: Doktorsnámsnefnd Heilbrigðisvísindasviðs. Fastanefndir deilda. Umsjónarmenn framhaldsnáms á öðrum sviðum. Miðstöð framhaldsnáms. Önnur svið Háskóla Íslands. Guðjón Ingi GuðjónssonFramhaldsnámsstjóri5255902gudjoni [hjá] hi.is Móttaka klínískra rannsókna Móttaka klínískra rannsókna veitir aðstöðu og þjónustu fyrir vísindamenn sem vinna að klínískum rannsóknum. Próffræðistofa Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar veitir ráðgjöf varðandi notkun sjálfsmatstækja í rannsóknum. Þjónusta Próffræðistofu er fyrir starfsfólk og framhaldsnema Heilbrigðisvísindasviðs. Tölfræðiráðgjöf Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunar veitir ráðgjöf við tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Þjónusta Tölfræðiráðgjafar er fyrir starfsfólk og framhaldsnema Heilbrigðisvísindasviðs. Klínískt rannsóknarsetur Klínískt rannsóknarsetur (KRS) er rekið af Landspítala og Háskóla Íslands. Markmið þess er að styðja og efla innviði stofnananna og auka samstarf þeirra í klínískum rannsóknum. KRS er tengiliður fyrir alþjóðleg rannsóknarverkefni og vinnur að samhæfingu verkefna með rannsóknarsetrum í öðrum löndum. KRS veitir aðstoð og ráðgjöf um framkvæmd klínískra rannsókna og þjálfun fyrir starfsfólk og nema í góðum klínískum starfsháttum. Heilbrigðisvísindabókasafn Heilbrigðisvísindabókasafnið þjónar starfsfólki Landspítala og kennurum og nemendum Heilbrigðisvísindasviðs. Safnið hefur áskrift að hundruðum rafrænna tímarita og gagnasafna, s.s. PsycInfo, Scopus, Cinahl og UpToDate, og er greiðandi í landsaðgangi. Safnið býr einnig yfir þó nokkrum rafbókakosti. Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum. Til dæmis: Framtal starfa. Árlegt mat á rannsóknum. Mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang. Umsýslu rannsóknatengdra sjóða. Umsjón með sókn í erlenda sjóði. Hagnýtingu rannsókna. Hugverkanefnd. Rannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni. facebooklinkedintwitter