Skip to main content

fts

Framkvæmda- og tæknisvið

Framkvæmda- og tæknisvið (FTS) hefur yfirumsjón með málefnum er lúta að byggingum og lóð Háskóla Íslands ásamt rekstri á þeim. Undir þessi málefni falla mörg verkefni sem meðal annars eru: húsnæðis- og aðgengismál þar með talið viðhald, endurbætur og breytingar, merkingarmál, lóðir og bílastæði, rekstur fasteigna og fasteignaumsjón, öryggismál, umhverfismál, og kemur að skipulagsmálum.

Skrifstofa FTS

Á skrifstofu FTS eru starfandi sviðsstjóri og verkefnisstjórar sviðsins. Málaflokkar sem skrifstofan sinnir eru meðal annars: húsnæðismál, öryggismál, umhverfismál í rekstri HÍ, skipulagsmál, samþætting deilda innan sviðsins.

Fasteignaumsjón

Hjá fasteignaumsjón starfa umsjónarmenn bygginga sem fást við margslungin verkefni eins og: ýmis konar aðstoð við starfsfólk og aðra notendur bygginga, samskipti við ræstingaraðila, eftirlit með almennri notkun húsnæðis, öryggismál og eru þar að auki öryggisverðir bygginga sem eru í umsjón þeirra.

Rekstur fasteigna

Rekstur fasteigna sér um allan almennan rekstur á húsnæði Háskóla Íslands. Verkefnin eru m.a. leigusamningar, samningar við ýmsa þjónustuaðila, umsjón með bókunum í stofur/sali og eftirlit með almennri nýtingu húsnæðis HÍ. Rekstur fasteigna sér einnig um rekstur á deilibílum sem standa starfsfólki til boða í styttri vinnutengd erindi og rekur Íþróttahús háskólans.

Bygginga- og tæknideild

Bygginga- og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga Háskóla Íslands og rekur sitt eigið smíðaverkstæði. Deild lóða og bílastæða tilheyrir deildinni og sinnir viðhaldi og rekstri á lóð HÍ ásamt bílastæðum þess. Hjá deildinni starfa smiðir, rafvirkjar, málari, garðyrkjumaður og aðrir starfsmenn.

Sjá nánar um framkvæmda- og tæknisvið.