Málstofur og gestafyrirlesarar | Háskóli Íslands Skip to main content

Málstofur og gestafyrirlesarar

Málstofur

Málstofur eru skipulagður hluti af skyldunámskeiðum doktors- og meistaranema í lýðheilsuvísindum, líftölfræði, og faraldsfræði. Þær eru vettvangur nemenda til að ræða verkefnið sitt, styrkumsóknir o.fl. og nemendur geta þannig lært af hver öðrum meðan vinna við verkefni fer fram.

Doktorsnemar, sem sjá að mestu sjálfir um eigin málstofuröð, hittast mánaðarlega. Um helmingur af málstofum þeirra eru öllum opnar, en þá er vísindamönnum innan og utan HÍ boðið til að fjalla um eigin rannsóknir.

Málstofuröð meistaranema er skipulögð af skrifstofu námsins og umsjónarmanni úr hópi nemenda. Oft er umfjöllunarefnið afar hagnýtt, og viðkemur þá skipulagi í námi og/eða rannsóknarverkefni, en einnig eru æfingavarnir MPH og MS-nema, sem og opnar málstofur doktorsnema, hluti af málstofuröð hvers misseris.

Hér má nálgast eyðublað fyrir mætingar á málstofur og fyrirlestra.

Gestafyrirlesarar

Miðstöð í lýðheilsuvísindum stendur reglulega fyrir opnum fyrirlestrum þar sem er fræðimönnum sem starfa utan HÍ er boðið að fjalla um rannsóknir sínar. Þessir gestafyrirlesarar koma víða að og tengjast oftar en ekki innlendum samstarfsstofnunum okkar eða erlendum skólum eða rannsóknarhópum sem kennarar námsins eiga í samstarfi við.

Upplýsingar um viðburði á vegum Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum hverju sinni eru að finna í viðburðadagatali Háskólans.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.