Skip to main content

Minningasjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings

Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms þeirra við annan háskóla, einkum þá er að dugnaði og reglusemi skara fram úr öðrum, og skulu fyrstu árin að öðru jöfnu ganga fyrir stúdentar ættaðir úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. 

Sjóðurinn er stofnaður af ekkju Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, frú Ingibjörgu Claessen Þorláksson, og kjördætrum þeirra, frú Önnu Margréti Hjartarson og frú Elínu Kristínu Halldórsson, á sjötíu og fimm ára afmæli Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, 3. mars 1952. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.