Miðstöð framhaldsnáms heldur utan um rafrænt námsumsjónarkerfi, námskeið og árlegan kynningarfund fyrir doktorsnema. Doktorsnáman Doktorsnáman er rafræna námsumsjónarkerfið fyrir doktorsnema við Háskóla Íslands. Verkfærakista doktorsnema Verkfærakista doktorsnema eru hagnýt námskeið, vinnustofur og kynningar fyrir doktorsnema á vegum Miðstöðvar framhaldsnáms í samvinnu við fræðasviðin, Ritver Háskóla Íslands, Náms- og starfsráðgjöf, Kennslumiðstöð, Alþjóðasvið og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Árlegur kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema á sér stað 1. september á hverju ári. Dagskráin fer fram á ensku og er ætluð öllum nýinnrituðum doktorsnemum. Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema 2020 Fjarfundur frá 9:00 til 12:00 þann 1. september. Skráning í kynningarfund Skráning í valfrjálsa göngu um háskólasvæðið Dagskrá og glærur Upptökur Sjá einnig bæklinga neðst á síðunni fyrir upplýsingar um kynningarfundinn. StarfsþróunAllar fræðigreinar Beyond the Professoriate GradCareerAdvice The Professor Is In Raungreinar MyIDP Science Careers Hug- og félagsvísindi Imagine PhD Imagine PhD (Twitter) Connected Academics Nemendafélög Við Háskóla Íslands eru starfandi FeDoN - Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands og eftirtalin félög doktorsnema á fræðasviðunum: Arkímedes - Félag doktorsnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Doktorsnemaráð Heilbrigðisvísindasviðs FdMHI - Félag doktorsnema á Menntavísindasviði Hugdok – Félag doktorsnema á Hugvísindasviði Seigla - Félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Andleg líðan Hægt er að óska eftir viðtali við Náms- og starfsráðgjafa í síma 5254315 eða með því að senda tölvupóst á netfangið radgjof@hi.is Sálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum sálfræðiráðgjöf og stuðning. Sálfræðiráðgjöf háskólanema veitir háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð. Þjónustuna, sem starfrækt er á vegum Sálfræðideildar, veita meistaranemar í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands undir handleiðslu sérfræðings í klínískri sálfræði. Hvert get ég leitað með vandamál tengd doktorsnámi? Á hverju fræðasviði háskólans starfar verkefnisstjóri doktorsnáms sem sér um utanumhald doktorsnámsins á viðkomandi sviði. Ef þú vilt ræða mál varðandi doktorsnám er mælt með því að þú setjir þig í samband við viðkomandi verkefnisstjóra sem greiðir úr málinu sé þess kostur, eða aðstoðar þig við að finna erindinu réttan farveg. Sé mál þannig vaxið er sjálfsagt að samtalið sé í trúnaði. Eins og áður segir er hvatt er til þess að nemendur setji sig í samband við verkefnisstjóra doktorsnáms á viðkomandi fræðasviði en ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki taka málið upp við verkefnisstjóra doktorsnáms getur þú leitað beint til fastanefndar um framhaldsnám, mannauðsstjóra fræðasviðsins eða Miðstöðvar framhaldsnáms. Kynningarfundur 2020 Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema 2020 Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema 2020 - Dagskrá emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.