Skip to main content

Algengar spurningar - Sálfræðideild, grunnnám

Spurningar um lokaverkefni í BS-námi 

Ráðvendni í námi

Sálfræðideild tekur óráðvendni í námi mjög alvarlega. Þar er meðal annars átt við ritstuld, falsanir af öllu tagi, notkun og kynningu á verkefnum og vinnu annarra eins og hún væri manns eigin og allar tilraunir til að hafa rangt við á prófum.

Deildin gengur ákveðið eftir því að í slíkum málum sé beitt ströngum viðurlögum, sbr. 19. gr. laga um opinbera háskóla og 51. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands.