Í Háskóla Íslands stendur til boða að leigja kennslustofur og sali fyrir ýmsa viðburði utan kennslutíma. Þá hefur háskólinn til umráða nokkrar íbúðir ætlaðar fræðafólki. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um leigu og afnot af aðstöðunni.Reglur um bókanir í sali og stofur Beiðnir um stofur þurfa að berast með a.m.k. 2-3 virkra daga fyrirvara. Ávallt er nauðsynlegt að taka fram: hver stendur að viðburðinum, viðfangsnúmar fyrir bókanir innan HÍ nafn og kennitölu greiðanda utanaðkomandi aðila, dagsetningu og nákvæma tímasetningu hvaða stærð af stofu/sal óskað er eftir. Skrifstofur sviða/deilda sjá um að bóka öll regluleg námskeið samkvæmt kennsluskrá og einstaka fundi á vegum deilda, nemendafélaga og stofnana Háskóla Íslands. Einstakir fundir eru m.a. deildarfundir, nefndarfundir og fræðslufundir sem tengjast starfi fyrrgreindra. Ekki er tekið gjald fyrir slíka fundi, þó skal greitt fyrir vinnu umsjónarmanna ef þörf er á aðstoð þeirra. Miðað er við að fundir sem þessir séu ekki oftar en einu sinni í viku, séu staðsettir í einni stofu/fundarherbergi og taki innan við þrjár klukkustundir. Ef bókanir eru fleiri en ein vegna sama viðburðar í sömu viku skal greitt fyrir báðar/allar bókanir. Ekki er heimilt að láta utanaðkomandi aðila í té fundarherbergi eða kennslustofur án þess að formleg bókun liggi fyrir og greiðsla sé samkvæmt gjaldskrá. Beiðnir um bókanir fyrir annað en að ofan greinir, t.d. námskeið eða ráðstefnur, skal senda á netfangið: kennslustofur@hi.is. Nemendur geta bókað stofu einu sinni í viku í allt að 3 klukkustundir vegna hópavinnu (sameiginlegt skilaverkefni). Gefa þarf upp nafn og kennitölu ábyrgðaraðila, hverjir skipa hópinn og númer námskeiðs til að bóka. Formenn nemendafélaga geta einir óskað eftir bókunum í þeirra nafni. Gjaldskrá má sjá hér fyrir neðan. Almennar húsreglur í Háskóla Íslands Í byggingum Háskóla Íslands gilda nokkrar almennar hús- og umgengnisreglur. Skylt er að ganga vel um húsnæði háskólans og sýna öðrum tillitssemi. Reykingar eru óheimilar innanhúss og við innganga bygginga háskólans. Húsreglurnar má lesa hér. Hátíðasalur Beiðnir um bókanir Hátíðasalar í Aðalbyggingu eru sendar á netfangið kennslustofur@hi.is. Grunngjald er nú 40.500 kr. fyrir fyrstu tvær klukkustundirnar sem salurinn er leigður en hver klukkustund umfram það kostar 13.800 kr. Ávallt skal greiða leigu fyrir notkun Hátíðasalar. Húsreglur fyrir Hátíðasal Háskóla Íslands Almennar notkunarreglur. Um notkun Hátíðasalar Háskóla Íslands í Aðalbyggingu gildir sú meginregla að hann er fyrst og fremst ætlaður fyrir viðburði sem samrýmast þeirri fræða-, vísinda- og menningarstarfsemi sem fram fer innan skólans. Frávik frá þessu koma aðeins til álita ef um er að ræða viðurkennda eða opinbera aðila og viðburðurinn samrýmist eðli þeirrar starfsemi sem fram fer í Háskóla Íslands. Hátíðasalur er ekki leigður til einkaaðila eða frjálsra félagasamtaka. Í salnum fer að jafnaði ekki fram kennsla eða próf. Umgengni. Ganga skal hreinlega um Hátíðasal og ekki skilja eftir rusl. Óheimilt er að hengja upp veggspjöld eða myndir á veggi. Öll umgengni í salnum skal vera hávaðalaus (sjá þó 5. gr.). Á þetta sérstaklega við á prófatímum. Matur og drykkur. Óheimilt er að bera fram eða neyta matar og drykkjar í Hátíðasal. Ef um er að ræða móttökur í tengslum við viðburði skulu þær fara fram í holinu fyrir framan salinn. Móttökur eru ekki heimilar á prófatímum. Mælst er til þess að leigjendur útvegi ekki sjálfir veitingar. Umsjón með veitingum fyrir Hátíðasal hefur veitingasalan Háma á Háskólatorgi. Húsgögn og búnaður. Hátíðasalur er leigður út með 180 stólum, hljóðkerfi, skjávarpa og tölvu. Óheimilt er að breyta uppstillingu húsgagna og búnaðar í salnum, einkum að fjarlægja stóla úr honum að nokkru eða öllu leyti. Óheimilt er að flytja umfangsmikinn búnað inn í Hátíðasal nema í samráði við umsjónarmann. Undantekning frá þessu eru sérstakir viðburðir á vegum rektors, s.s. háskólaþing og starfsmannafagnaðir sem rektor býður til. Flygill. Á sviði Hátíðasalar er flygill sem heimilt er að nota við tónleikahald með sérstöku leyfi. Bókanir. Óskir um bókanir Hátíðasalar skulu vera skriflegar og sendar á netfangið kennslustofur@hi.is. Með ósk um bókun skal gefa upp eftirfarandi upplýsingar: Nafn, kennitölu, starfsheiti, starfsstað og símanúmer umsækjanda/ábyrgðarmanns. Tilgang notkunarinnar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar, s.s. um fjölda gesta, tónleikahald og veitingar. Upplýsingar um viðfangsnúmer/kennitölu í bókhaldi Háskólans sem leigugjald skal gjaldfært á. Þegar ósk um bókun hefur borist Háskólanum fær umsækjandi/ ábyrgðarmaður sent með tölvupósti staðfestingu á móttöku og húsreglur Hátíðasalar. Umsækjandi staðfestir að hann hafi kynnt sér reglurnar og muni hlíta þeim. Að því búnu fær hann senda endanlega staðfestingu og er þá kominn á bindandi leigusamningur. Athugið að ávallt skal greiða leigu fyrir notkun salarins. Fræðimanna- og gestaherbergi Háskóli Íslands hefur til umráða 27 herbergi á Sögu ætluð fræðafólki. Upplýsingar um herbergin er að finna á vef þjónustumiðju. Starfsfólk HÍ getur bókað herbergi fyrir sína gesti í gegnum bókunarvef. Veislusalur Fastráðnum starfsmönnum Háskóla Íslands og tengdum stofnunum gefst kostur á að leigja Litla-torg fyrir einkasamkvæmi í samræmi við neðangreindar reglur: Unnt er að leigja salinn til kl. 21:00 á virkum dögum og til 17:00 á laugardögum. Ef óskað er eftir leigu utan opnunartíma bygginga þarf að greiða fyrir opnun og lokun á byggingu. Leiga fyrir allt að 4 klst er 40.000.- og 80.000 fyrir allt að 8 klst. Veitingar skal kaupa af Hámu sem er með veitingaleyfi í húsnæðinu. Umsóknir um leigu sendist með tölvupósti á kennslustofur@hi.is nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala greiðanda og ábyrgðarmanns/leigutaka. Ábyrgðarmaður/leigutaki ber ábyrgð á frágangi/þrifum salarins eftir notkun. Unnt er að leita til rekstrar fasteigna um milligöngu við að útvega ræstingaverktaka til verksins ef þess er óskað. Umsjónarmaður eða öryggisvörður á vegum þjónustuaðila HÍ fer eftirlitsferð um húsið við lok leigutíma. Gjaldskrá Verðlagning fyrir leigu á stofum fer eftir fjölda sæta. Bókanir um helgar bera 20% álag. Fjöldi sæta Grunngjald Hver klst. umfram 2 19 eða færri 9.200 kr. 3.500 kr. 20-29 11.500 kr. 4.600 kr. 30-39 13.800 kr. 5.800 kr. 40-59 16.100 kr. 6.900 kr. 60-89 23.000 kr. 9.200 kr. 90-119 28.800 kr. 11.500 kr. 120-149 33.000 kr. 10.000 kr. 150-200 40.500 kr. 13.800 kr. 201-300 52.000 kr. 17.300 kr. Stofur og sætafjöldi Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stofur í byggingum Háskólans og sætafjölda í þeim. Athugið að listinn er ekki tæmandi. Hér má nálgast upplýsingar um staðsetningar og stofuskipan bygginga. Bygging Stofa/salur Fjöldi sæta Aðalbygging A-050 30 Aðalbygging A-051 24 Aðalbygging A-052 36 Aðalbygging A-069 24 Aðalbygging A-220 40 Aðalbygging A-229 20 Aðalbygging Hátíðarsalur 180 Askja N-121 22 Askja N-128 24 Askja N-129 24 Askja N-130 35 Askja N-131 55 Askja N-132 150 Árnagarður Á-101 30 Árnagarður Á-201 86 Árnagarður Á-301 86 Árnagarður Á-303 22 Árnagarður Á-304 40 Árnagarður Á-311 52 Árnagarður Á-422 66 Eirberg EIR-103C 100 Eirberg EIR-201C 60 Gimli G-102 30 Háskólatorg HT-101 60 Háskólatorg HT-102 180 Háskólatorg HT-103 100 Háskólatorg HT-104 100 Háskólatorg HT-105 180 Lögberg L-101 106 Lögberg L-102 50 Lögberg L-103 50 Lögberg L-201 38 Lögberg L-204 24 Lögberg L-205 24 Oddi O-101 95+25 Oddi O-104 15 Oddi O-105 18 Oddi O-106 30 Oddi O-201 88 Oddi O-202 40 Oddi O-203 22 Oddi O-204 14 Oddi O-205 18 Oddi O-206 30 Stakkahlíð, ENNI E-301 60 Stakkahlíð, HAMAR Bratti 200 Stakkahlíð, HAMAR H-001 34 Stakkahlíð, HAMAR H-101 35 Stakkahlíð, HAMAR H-201 45 Stakkahlíð, HAMAR H-202 32 Stakkahlíð, HAMAR H-203 32 Stakkahlíð, HAMAR H-204 40 Stakkahlíð, HAMAR H-205 50 Stakkahlíð, HAMAR H-206 40 Stakkahlíð, HAMAR H-207 69 Stakkahlíð, HAMAR H-208 34 Stakkahlíð, HAMAR H-209 34 Stakkahlíð, HAMAR Skriða 300 Stakkahlíð, KLETTUR K-102 30 Stakkahlíð, KLETTUR K-103 30 Stakkahlíð, KLETTUR K-202 30 Stakkahlíð, KLETTUR K-204 30 Stakkahlíð, KLETTUR K-205 50 Stakkahlíð, KLETTUR K-206 50 Stakkahlíð, KLETTUR K-207 50 Stakkahlíð, KLETTUR K-208 50 Veröld, hús Vigdísar VHV-007 40 Veröld, hús Vigdísar VHV-008 40 Veröld, hús Vigdísar VHV-023 121 Veröld, hús Vigdísar VHV-103 20 Veröld, hús Vigdísar VHV-104 20 Veröld, hús Vigdísar VHV-107 20 Veröld, hús Vigdísar VHV-108 20 Veröld, hús Vigdísar VHV-207 10-12 Veröld, hús Vigdísar VHV-222 6-8 Veröld, hús Vigdísar VHV-223 6-8 Veröld, hús Vigdísar VHV-227 10-12 Veröld, hús Vigdísar VHV-228 10-12 VR-II V02-147 30 VR-II V02-152 54 VR-II V02-155 32 VR-II V02-156 42 VR-II V02-157 75 VR-II V02-158 75 Verkferlar Verkferill - annað en námskeið - skráning í kennslustofur og fundarherbergi Verkferill - skráning námskeiða í kennslustofur facebooklinkedintwitter