Nemendur við Háskóla Íslands greiða ekki skólagjöld en árlegt skrásetningargjald við skólann er kr. 75.000 (kr. 55.000 ef sótt er um innritun á vormisseri). Reglur um greiðslu skrásetningargjalds Eindagi skrásetningargjaldsins er 5. ágúst. Eftir eindaga fellur krafan niður og jafnframt vilyrði um skólavist eða heimild til áframhaldandi skólavistar. Skrásetningargjald vegna náms sem hefst að hausti Nýnemar sem innritaðir eru til náms sem hefst á haustmisseri geta gengið frá greiðslu skrásetningargjalds, kr. 75.000, í samskiptagátt skólans. Þar er hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni. Greiðsluseðill á pappír er einungis sendur á lögheimili þeirra umsækjanda sem óska sérstaklega eftir því í rafrænni umsókn. Nýnemum ber að greiða skrásetningargjald fyrir eindaga, 5. ágúst. Skrásetning til náms við skólann tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Nýnemar geta þá sótt um notandanafn og aðgangsorð og fengið aðgang að tölvukerfi Háskólans og innra netinu, Uglu. Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í samskiptagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist fyrst í gáttinni. Skrásetningargjaldið er óendurkræft Ef hvorki krafa né rafrænn reikningur birtast í samskiptagáttinni eða ef umsækjandi getur ekki greitt rafrænt skal hafa samband við: Nemendaskrá HÍ, s. 525 4309 netfang nemskra@hi.is Skrásetningargjald vegna náms sem hefst að vori Umsækjendur sem fengið hafa heimild til að hefja nám á vormisseri geta gengið frá greiðslu skrásetningargjalds, kr. 55.000, í samskiptagátt. Þar er hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni. Greiðsluseðill á pappír er einungis sendur á lögheimili þeirra umsækjanda sem óska sérstaklega eftir því í rafrænni umsókn. Umsækjendur verða að greiða skrásetningargjald og staðfesta þar með skrásetningu sína fyrir eindaga, 6. janúar. Skrásetning til náms við skólann tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Nýnemar geta þá sótt um notandanafn og aðgangsorð og fengið aðgang að tölvukerfi Háskólans og innra netinu, Uglu. Skrásetningargjaldið er óendurkræft Ef hvorki krafa né rafrænn reikningur birtast í samskiptagáttinni eða ef umsækjandi getur ekki greitt rafrænt skal hafa samband við: Nemendaskrá HÍ, s. 525 4309 netfang nemskra@hi.is Skráning í námskeið næsta háskólaárs (árleg skráning) Skráning í námskeið næsta háskólaárs (haust- og vormisseri) fer fram í mars á hverju ári. Allir nemendur Háskólans þurfa að skrá sig í námskeið árlega, einnig þeir sem stunda framhaldsnám. Greiða þarf skrásetningargjaldið í tengslum við skráningu til áframhaldandi náms á næsta háskólaári. Er þá hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti á netinu (gjalddagi samkvæmt reglum kortafyrirtækis) eða taka kortalán (greiðslu dreift á þrjá mánuði). Greiða skal gjaldið fyrir eindaga, 5. ágúst. Heimild til lækkunar skrásetningargjalds Nýnemar sem innritast í nám á miðju háskólaári, í janúar, greiða lægra skrásetningargjald, eða kr. 55.000. Nemendur með örorku fá afslátt af gjaldinu og greiða einnig kr. 55.000. Námsleyfi Stúdent sem fær leyfi hjá háskóladeild sinni til þess að gera hlé á námi sínu allt háskólaárið greiðir kr. 10.000. Sama gildir um stúdenta frá öðrum háskólum, sem stunda nám við Háskóla Íslands á grundvelli samninga um stúdentaskipti, nema kveðið sé á um annað í viðkomandi samningi. Nánar er fjallað um skrásetningargjald í kennsluskrá. Sjá einnig reglur um gjaldskrá Háskóla Íslands vegna þjónustu við nemendur o.fl. og innheimtu skrásetningargjalds. Tengt efni Algengar spurningar Gjaldskrá HÍ vegna þjónustu við nemendur o.fl. Reglur um gjaldskrá Háskóla Íslands emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.