Skrásetningargjöld | Háskóli Íslands Skip to main content

Skrásetningargjöld

""

Nemendur við Háskóla Íslands greiða ekki skólagjöld en árlegt skrásetningargjald við skólann er kr. 75.000 (kr. 55.000 ef sótt er um innritun á vormisseri).


Reglur um greiðslu skrásetningargjalds

Eindagi skrásetningargjaldsins er 4. júlí. Eftir eindaga fellur krafan niður og jafnframt vilyrði um skólavist eða heimild til áframhaldandi skólavistar.

Frá 5. júlí (eða nokkrum dögum síðar) til og með 4. ágúst er hægt að sækja sérstaklega um leyfi til skrásetningar utan auglýstra skrásetningartímabila. Sótt er um slíkt leyfi á rafrænu umsóknarformi. Fái nemandi leyfi til skráningar greiðir hann skrásetningargjald með 10.000 kr. álagi eigi síðar en 12. ágúst (eindagi gjaldsins) og staðfestir þar með skrásetningu sína í háskólann. Frá og með eindaga 12. ágúst fellur sá möguleiki niður og þar með heimild til skólavistar.

Sé skrásetningargjald ekki greitt fyrir 4. júlí (eða 12. ágúst ef sótt er um leyfi til skrásetningar utan skrásetningartímabila) er litið svo á að stúdent sé fallinn frá námi og verður hann þá tekinn út af nemendaskrá. Það síðastnefnda á við bæði vegna árlegrar skráningar (4. mars - 5. apríl 2018) og vegna nýskráningar (umsóknarfrestur í grunnnám að vori til 5. júní).Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.