Læknadeild hefur aðsetur í Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Starfsemi deildarinnar er þó einnig í Haga við Hofsvallagötu, Stapa við Hringbraut og í húsnæði við Sturlugötu 8. Kennsla fer auk þess fram í fleiri byggingum háskólans. Frekari upplýsingar er að finna á síðu háskólabygginga. Kaffistofa Félagsstofnun stúdenta (FS) rekur kaffistofu á 1. hæð í Læknagarði. Hún er opin virka daga frá 09:00-15:00 á meðan á skólahaldi stendur. Aðrar kaffistofur FS eru í Eirbergi, Odda og Öskju. FS rekur einnig veitingasöluna Hámu sem er staðsett á Háskólatorgi, í Stakkahlíð, Háskólabíói og Árnagarði, og Háma heimshorn er í Tæknigarði. Tölvuver Upplýsingatæknisvið Háskólans rekur 14 tölvuver í byggingum víðs vegar um Háskólasvæðið. Þar geta nemendur unnið verkefni og prentað þau út. Prentkvóta er hægt að kaupa inn í Uglu með kreditkorti eða á Þjónustuborðinu á Háskólatorgi. Lesrými og hópavinna Lesaðstaða fyrir lækna- og tannlæknanema er á 3. hæð í Læknagarði. Lesaðstaða fyrir meistaranema í talmeinafræði er á 2. hæð í Stapa, herbergi 226. Í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, eru um 400 sæti við borð og hópvinnuherbergi á 3. og 4. hæð. Á Háskólatorgi og Gimli er góð lesaðstaða fyrir nemendur. Opin lesrými og hópavinnuborð eru víða um háskólasvæðið, svo sem í Odda, Gimli og Öskju. Auk þess geta nemendur bókað stofur fyrir hópavinnu einu sinni í viku í allt að þrjá tíma en ef bókanir eru tvær eða fleiri í sömu viku er greitt fyrir þær allar. Til að bóka stofu skal hafa samband á netfangið kennslustofur@hi.is. Skilyrði er að nafn, kennitala, námskeið og námskeiðsnúmer komi fram í beiðninni, en einnig þarf að gefa upp nöfn þeirra sem skipa hópinn. Sá sem biður um stofuna ber sjálfkrafa ábyrgð á stofunni nema annað sé tekið fram. Ábyrgðaraðili sér til þess að ekki sé matast í stofunni, umgengni um hana sé góð og að viðskilnaður sé til fyrirmyndar; stólum og borðum raðað rétt upp, gluggar lokaðir og slökkt á skjávarpa. Ath. að beiðnir um stofur þurfa að berast á hefðbundnum vinnutíma og með a.m.k. 2-3 klst. fyrirvara. Bókasöfn Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík. Sími: 525 5600. Netfang: landsbokasafn@landsbokasafn.is Þar er að finna fjölda bóka, tímarita, dagblaða og rafrænna gagna. Lestrar- og vinnuaðstaða er á fjórum hæðum safnsins. Nemendur Háskóla Íslands fá bókasafnsskírteini án endurgjalds. Það fæst við útlánaborð á 2. hæð safnsins gegn framvísun persónuskilríkja. Nauðsynlegt er að hafa bókasafnsskírteini til þess að fá rit að láni, taka frá rit sem er í láni, panta millisafnalán, endurnýja lán o.fl. Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ á 2. hæð, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík. Opið frá 08:00-16:00 virka daga. Sími: 543 1450. Netfang: bokasafn@landspitali.is Safnið er fagbókasafn á heilbrigðissviði sem þjónar fyrst og fremst heilbrigðisstarfsfólki innan Landspítala, kennurum og nemendum í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Nemendur og starfsmenn Heilbrigðisvísindasviðs eru hvattir til þess að nýta sér þjónustu safnsins. Færnisetur í Eirbergi Háskólabyggingar Húsreglur facebooklinkedintwitter