Skip to main content

Samstarf við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Samstarf við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Innlent samstarf

Umhverfis- og byggingarverkfræðideild er í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki og stofnanir um rannsóknir, kennslu og gagnkvæma ráðgjöf. Einnig leggur deildin ríka áherslu á að halda sambandi og samstarfi við fyrrverandi nemendur. Þessir mikilvægu samstarfsaðilar og hollvinir deildarinnar eiga það sameiginlegt að vilja efla enn frekar tæknimenntun og rannsóknir til hagsbóta fyrir starfsemi sína og þjóðfélagið í heild. Samstarfsnet deildarinnar er því bæði víðfeðmt og margþætt. 

Náið samstarf er einnig við aðrar deildir á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands auk fjölþætts samstarfs við virta erlenda samstarfsskóla og stofnanir um rannsóknir og kennslu.

Alþjóðlegt samstarf

Háskóli Íslands starfar í alþjóðlegu umhverfi og á deildin samstarf við fjölmarga erlenda háskóla og rannsóknastofnanir. Deildin leggur mikla áherslu á alþjóðleg samskipti í öllu starfi sínu og vinnur stöðugt að því að styrkja þau og efla.

Erlent samstarf deildarinnar er af mörgum toga. Allir kennarar deildarinnar eru þátttakendur í alþjóðlegu vísindasamfélagi. Þeir sækja fyrirlestra og ráðstefnur víða um heim þar sem þeir flytja niðurstöður rannsókna sinna og sækja frekari þekkingu. Einnig stunda þeir rannsóknir með erlendum samstarfsaðilum og birta niðurstöður í viðurkenndum alþjóðlegum vísindatímaritum.

Þá tíðkast að kennarar deildarinnar starfi sem gestakennarar við erlenda samstarfsskóla til skemmri tíma og að erlendir kollegar þeirra kenni við deildina. 

Öllum nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fjöldi erlendra nema stundar nám við deildina ár hvert.

Alþjóðasvið veitir upplýsingar og aðstoð vegna þátttöku í fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum í menntamálum. Sviðið þjónar stúdentum sem fara utan sem skiptinemar og aðstoðar þá sem hingað koma.