Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á Þjónustutorginu í Gimli. Hlutverk hennar er að aðstoða nemendur og kennara, þar er m.a. tekið við verkefnum og ritgerðum nemenda. Opið: Mánudag til föstudags kl. 09.00 til 15.00Sími: 525-4500 Netfang: nemFVS@hi.is Fyrir nemendur Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs Spurt og svarað: Algengar fyrirspurnir Háskóli Íslands Forsíður (sniðmát) lokaverkefna Sniðmát fyrir forsíður lokaverkefna má nálgast á vef fyrir hönnunarstaðal Háskóla Íslands. Einnig má nálgast þau á síðu nemendaþjónustu FVS í Uglu (þarfnast innskráningar). Þar er líka að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir nemendur sviðsins. Opnunartími bygginga Yfirlit um opnunartíma bygginga Leiga á skápum Leiga á skáp er fyrir alla nemendur í HÍ. Vinsamlegast sækið um á þjónustutorgi í Gimli. Í boði eru skápar í Gimli, á Háskólatorgi og í Tröð (á milli Háskólatorgs og Gimlis). Hagnýt atriði um skil og afhendingu verkefna Athugið vel hvar þið eigið að skila verkefninu því ekki eru allir kennarar við Háskóla Íslands með verkefnaskil á þjónustutorginu í Gimli Öll verkefni sem sett eru í skilabakka eru stimpluð með dagsetningu þess dags sem verkefnið berst. Verkefni sem skilað er í verkefnalúgu eftir lokun þjónustutorgs fá stimpil eins og þau hafi borist fyrir lokun ef þeim er skilað fyrir kl. 8.00 næsta dag Hægt er að skila verkefnum í verkefnalúgu þjónustutorgsins allan sólarhringinn Þegar kennari hefur sent út tilkynningu um að verkefnin séu komin á þjónustutorgið þá er hægt að vitja þeirra. Athugið að ef skráð er að kennari MUNI skila ákveðinn dag er best að vitja verkefnis daginn eftir Tölvuþjónusta Upplýsingatæknisvið sér um rekstur tölvukerfa Háskólans og sinnir tölvu- og tækniþjónustu fyrir nemendur og starfsmenn. Önnur hagnýt atriði Prentun er einungis í tölvuverum, í Gimli, Háskólatorgi, Odda og Árnagarði Nemendur skila læknisvottorði vegna fjarvistar í skyndiprófi eða verkefnum til kennara eða deilda. Nemendur skila læknisvottorðum vegna lokaprófa á þjónustutorgið á Háskólatorgi Hægt er að skanna í tölvuveri bæði á Háskólatorgi og í Árnagarði og ljósrita í Þjóðarbókhlöðu eða Háskólaprenti Upplýsingar um skil á lokaritgerðum eru á síðum nemendaþjónustu FVS í Uglu, innri vef háskólans. Óskilamuni er hægt að nálgast á þjónustuborðum bygginga eða hjá umsjónarmönnum Fyrir kennara Ýmis skjöl fyrir kennara má nálgast á síðu þjónustutorgsins á Uglu, innri vef háskólans. Verkefnalúgan Við þjónustutorg í Gimli er lúga þar sem nemendur geta skilað verkefnum utan afgreiðslutíma. facebooklinkedintwitter