Skip to main content

Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarðefnafræða, byggingariðnaðar og skipasmíða með því að styrkja vísindamenn á sviði jarðefnafræða, verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og iðnaðarmenn til framhaldsnáms, svo og að veita styrki til rannsókna á hagnýtum úrlausnarefnum í þessum greinum.

Stjórn sjóðsins er enn fremur heimilt að veita lán í sama tilgangi. Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk skal lagt til grundvallar hvort framhaldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein, sem um ræðir. 

Sjóðurinn er stofnaður árið 1980 af Svövu Storr, ekkju Ludvigs Storr, og dóttur hans, Önnu Dúfu Storr. 

Tekjur sjóðsins eru húsaleigutekjur af Laugavegi 15 í Reykjavík. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.