Móttaka nýnema í grunnnámi við Félagsvísindasvið fer fram í Háskólabíó föstudaginn 18.ágúst 2023. Ítarlegri upplýsingar verða birtar þegar nær dregur. Deildir/námsbrautir: Félagsfræði - Mannfræði - Þjóðfræði - Félagsráðgjöf - Hagfræði - Lögfræði - Stjórnmálafræði - Viðskiptafræði - Hér má finna kort af háskólasvæðinu. Kennslutímabil og stundatöflur Kennsla hefst samkvæmt stundastöflu. Aðgangur að innri vef Uglu Nauðsynlegt er að allir nemendur HÍ hafi netfang við skólann og aðgang að Uglu. Um leið og þú hefur greitt skrásetningargjald skólans getur þú sótt notandanafn og lykilorð. Það gerirðu með því að nota netfangið þitt og lykilorðið sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í samskiptagátt Háskóla Íslands. Undir flipanum „Yfirlit umsókna“ er hægt úthluta sér notandanafni og lykilorði. Mikilvægt er að þú lesir reglulega póst sem sendur er á háskólanetfangið þitt. Skráning í og úr námskeiðum Athugaðu að skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf. Mögulegt er að endurskoða skráningu í námskeið á Uglunni eftir að skrásetningargjald hefur verið greitt. Vakni spurningar,sem ekki finnast svör við í kennsluskrá eða á vef HÍ, er nemendum ráðlagt að leita upplýsinga um nám og námstilhögun á Þjónustutorgi Félagsvísindasviðs á fyrstu hæð í Gimli. Opið alla virka daga kl. 09:00-15:00. Netfang: nemFVS@hi.is. Spjall Bóka tíma Deildir og námsleiðir Upplýsingar um deildir og námsleiðir má lesa á vef Félagsvísindasviðs. Gagnlegir tenglar Upplýsingar fyrir nýnema Nýnemadagar HÍ Stundatöflur Kort af háskólasvæðinu facebooklinkedintwitter