Skip to main content

Fylgigögn með umsókn

Fylgigögn með umsókn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Umsókn um nám telst ekki gild fyrr en fylgigögn hafa borist. Skilafrestur fylgigagna kemur fram í tölvupósti til umsækjenda sem berst í kjölfar umsóknar. Umsækjendur sem hafa lokið prófgráðu við HÍ eða a.m.k. 60 ECTS einingum við HÍ eftir 1981 þurfa hvorki að skila inn staðfestu afriti á pappír af prófskírteini né af stúdentsprófsskírteini.

Skil á fylgigögnum 

Staðfestum fylgigögnum (prófskírteinum eða námsferilsyfirlitum) þarf að skila með einum af eftirtöldum möguleikum:

 • Rafrænt í gegnum INNU
  Í umsókn þarf umsækjandi að heimila Nemendaskrá að sækja stúdentsprófsskírteinið í Innu.
 • Með rafrænni undirskrift á PDF-formi
  Aðeins eru tekin gild PDF-skjöl sem eru með rafrænni undirskrift og eru listuð inn á viðeigandi lista yfir trausta Adobe aðila. Skjalið má setja beint inn í umsókn eða senda það með tölvupósti á admission@hi.is
 • Staðfest afrit á pappír
  Með undirskrift og stimpli í lit frá viðeigandi stofnun, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Gögnunum þarf að skila inn á Þjónustuborð Háskólatorgs eða senda þau með pósti. Viðtakandi er:

  Háskóli Íslands
  Nemendaskrá Háskólatorgi
  Sæmundargötu 4
  102 Reykjavík
  Ísland

 • Í gegnum sérstakan prófunargrunn eða rafræna staðfestingargátt
  Staðfestingargátt inn á vefsíðu sem stjórnað er af ríkinu/stofnun eða fræðsluaðila. Umsækjendur þurfa að gefa upplýsingar um hvar grunninn eða gáttina er að finna og láta allar upplýsingar (svo sem tilvísunarnúmer) sem þarf að gefa upp sem hluta af sannprófunarferlinu. Nemendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli.
 • Skjöl sem eru gefin út af sérstakri þjónustugátt viðeigandi lands
  Þjónustugátt þriðja aðila eins og til dæmis:
  • Parchment
  • GradIntelligence
  • National Student Clearing House
  • Digitary
  • My equals
  • Open Certs. 

Aðgangur að gáttinni sendist á admission@hi.is. Umsækjendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli. Ganga þarf úr skugga um að öll tilvísunarnúmer sem þjónustan gæti krafist til staðfestingar fylgi með í tölvupóstinum. 

Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn.

Nánar um skil á fylgigögnum mismunandi námsstiga

Tengt efni