Skip to main content

Að vinna í HÍ

Að vinna í HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk rúmlega 15 þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Meginhlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf starfsfólk með ólíka menntun og bakgrunn.

Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.

Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Tengt efni