Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn. Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag. Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði. Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi. Starfsmannastefna Starfsmannastefna Háskóla Íslands var samþykkt 12. nóvember 2004. Meðal þeirra almennu væntinga sem Háskóli Íslands hefur til allra starfsmanna sinna eru að þeir sýni: kostgæfni í starfi ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði vilja og hæfni til samstarfs sveigjanleika og aðlögunarhæfni Heilbrigði og heilsurækt Íþróttahús Háskóla Íslands er opið öllum starfsmönnum og nemendum gegn vægu gjaldi. Þar er fullkominn tækjasalur auk hópatíma af ýmsu tagi. Fjölskyldustefna Fjölskyldustefna Háskóla Íslands Háskóli Íslands er fjölskylduvænn vinnustaður sem vill stuðla að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs starfsfólks, óháð fjölskylduaðstæðum þess og styðja það við að sinna fjölskylduábyrgð samhliða krefjandi störfum. Starfsumsóknir Hafir þú áhuga á að starfa hjá Háskóla Íslands má hér finna lista yfir störf í boði. Öll störf við skólann eru auglýst í samræmi við reglur um auglýsingaskyldu. Undantekningin er þó þegar háskólanemar starfa á grundvelli rannsóknarstyrks. Tengt efni Starfsmannasvið Launadeild Stefna Háskóla Íslands 2016-2021 Gildi Háskóla Íslands emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.