
Aurora-samstarfið
Aurora-samstarfið eflir nám, rannsóknir og nýsköpun við Háskóla Íslands í takt við örar samfélagslegar breytingar. Með nánu samstarfi við aðra evrópska háskóla nýtur HÍ góðs af styrkleikum þeirra til að mæta flóknum samfélagslegum áskorunum.
Samstarfið skapar einnig sóknarfæri fyrir HÍ til að leggja meira af mörkum til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Háskóli Íslands er leiðandi í Aurora-samstarfinu.

Raddir nemenda hafa áhrif á alla stefnumótun, verkefni og nýsköpun Aurora háskólanna. Vertu með!

Aurora skapar ný tækfæri fyrir alþjóðlegt samstarf í kennslu og styður kennara í að flétta samfélagslegar áskoranir í nám.

Aurora-bandalagið leggur áherslu á nýsköpun og menntun sem gerir nemendum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans.

Aurora-háskólanetið fléttar Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í allt starf sitt og leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð.