Skip to main content

Þátttaka í alþjóðlegum samstarfshópum

Alþjóðlegt samstarf og þátttaka setursins í vinnuhópum er viðamikið. Undanfarin 10 ár hefur setrið m.a. verið í vinnuhópi innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um áhrif mengandi efna á lífverur og sl. 2 ár hafa starfsmenn setursins verið aðilar í NordMar og AMAP vinnuhópum á vegum Umhverfisstofnunar um plastmengun á norðurslóðum.

Setrið er jafnframt aðili í SureAqua verkefninu sem leitt er af IRIS í Stafangri og er dokorsverkefni Daniels Coaten við setrið, er snýr að rannsóknum og nýtingu á þara, fjármagnað að hluta í gegnum það verkefni.