Skip to main content

Tilkynning um uppfinningu

Tilkynning um uppfinningu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Eiga rannsóknir þínar erindi við atvinnulífið? Geta þær skapað verðmæti, vöru, þjónustu, sjálfbæra lausn eða samfélagslegan ávinning?

Það er hlutverk Hugverkanefndar að stuðla að hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna, uppfinninga og annarra nýjunga starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítala. 

Hugverkanefnd hefur útbúið eyðublaðið, tilkynning um uppfinningu/nýjung, til þess að auðvelda starfsmönnum Háskólans og Landspítala að senda inn erindi til nefndarinnar.

Í skjalinu er að finna helstu atriði sem eru grundvöllur fyrir ákvörðun Hugverkanefndar um hagnýtingu rannsókna og innlögn einkaleyfisumsókna. Hugverkanefnd vinnur með Auðnu-tæknitorgi að hagnýtingu rannsókna sem tilkynntar hafa verið nefndinni.

Lögum samkvæmt ber starfsmönnum að tilkynna vinnuveitanda um uppfinningar sem gætu leitt til einkaleyfis. 

Það er hlutverk Hugverkanefndar að stuðla að hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna, uppfinninga og annarra nýjunga starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítala. 

Lögum samkvæmt ber starfsmönnum að tilkynna vinnuveitanda um uppfinningar sem gætu leitt til einkaleyfis. 

""
Tengt efni