Hér má finna upplýsingar við algengum spurningum tengt námi á Menntavísindasviði. Upplýsingar ætlaðar nemendum og starfsmönnum Háskólans eru aðgengilegar í Uglu, innri vef Háskólans. Hvenær byrjar kennsla? Hægt er að sjá stundatöflu inn í Uglu. Upplýsingar um staðlotur eru að finna í Mikilvægum dagsetningum undir hverri deild: Deild faggreinakennslu: Mikilvægar dagsetningar Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: Mikilvægar dagsetningar Deild kennslu- og menntunarfræði: Mikilvægar dagsetningar Deild menntunar og margbreytileika: Mikilvægar dagsetningar Skráningu í/úr námskeiðum Þú berð ábyrgð á þínu námi og skráir þig í öll námskeið í Uglu. Ef þú þarft aðstoð við skráningu geturðu haft samband við Nemendaskrá, nemskra@hi.is Í mars á hverju ári verður þú að velja námskeið fyrir næsta skólaár (bæði haust- og vormisseri) ef þú ætlar að halda áfram í núverandi námi. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist efst í Uglu Mundu eftir að staðfesta valið með því að smella á „Vista“ neðst á síðunni Í upphafi hvors misseris, til 10. september á haustmisseri og til 21. janúar á vormisseri, getur þú breytt námskeiðaskráningunni í Uglu. Eftir það er ekki hægt að skrá sig í ný námskeið Frestur til að skrá sig úr námskeiðum er 1. október á haustmisseri og 1. febrúar á vormisseri. Eftir það er ekki hægt að skrá sig úr námskeiðum. Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf og veitir aðgang að öllum gögnum námskeiðs og því er mikilvægt að skráningin sé alltaf rétt Athugaðu að breytingar á námskeiðaskráningu koma ekki fram í stundatöflu fyrr en eftir þrjá klukkutíma. Nánari upplýsingar um skráningartímabil má sjá í kennslualmanaki. Get ég fengið fyrra nám mitt metið? Hafi nemandi stundað nám sem er sambærilegt eða jafngilt námskeiðum sem eru kennd á námsleið, getur hann sótt um að fá það námskeið metið inn á nýjan námsferil. Til að fá námskeið metin þarf að senda inn umsókn um mat á fyrra námi. Mat á fyrra námi Ég er ekki viss hvaða námskeið ég á að velja, get ég fengið aðstoð? Deildarstjórar geta veitt ráðgjöf varðandi námskeiðaval, vinsamlega sendið erindi á mvs@hi.is. Einnig er hægt að fá aðstoð náms- og starfsráðgjafa varðandi námsval ásamt annari ráðgjöf og stuðning tengt náminu. Til að panta tíma hjá námsráðgjafa Menntavísindasviðs er hægt að senda póst á mvs@hi.is. Náms- og starfsráðgjöf Get ég skráð mig í fjarnám? Hægt er að skrá sig í fjarnámi í ákveðnum námskeiðum (þar sem fjarnám er í boði) í uglu undir Uglan mín -> Námskeiðin mín Hluti námskeiða á sviðinu er kenndur með sveigjanlegum hætti, þ.e. í fjarnámi með staðbundnum lotum. Sjá nánari upplýsingar um fjarnám og staðnám hjá Menntavísindasviði Mig vantar staðfestingu á skólavist/námsferilsyfirlit o.fl. Stafrænt undirritað námsferilsyfirlit og vottorð er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimpluð og undirrituð gögn á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða send í bréfpósti á lögheimili. Vottorð/yfirlit kostar 350 kr. fyrir hvern námsferil. Ég er nýnemi og er með nokkrar spurningar Hér er hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema facebooklinkedintwitter