Skip to main content

Móttaka nýnema Stjórnmálafræðideildar

Móttaka nýnema Stjórnmálafræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Við Stjórnmálafræðideild er lögð sérstök áhersla á að bjóða nýnema velkomna til náms. Við upphaf náms eru nýnemar, jafnt í grunn- og framhaldsnámi, boðaðir til fundar með starfsfólki deildarinnar, kennurum og eldri nemendum. Á þeim fundi er nýnemum kynnt starfsemi HÍ, deildar og sviðs ásamt þeirri þjónustu sem í boði er fyrir nemendur. Þá kynna nemendafélög starfsemi sína og uppbyggingu háskólasvæðisins.

Leiðsagnartímar fyrir nemendur í BA-námi

Stjórnmálafræðideild leggur sig fram við að taka vel á móti nýnemum í deildinni. Það snýr bæði að félagslegum þáttum og faglegum.

  • Allir fyrsta árs nemar þátt í fjórum leiðsagnarfundum með föstum kennurum deildarinnar, sem taka að sér um tíu nemendur hver.

Nemendur geta hvenær sem er leitað til síns leiðsagnarkennara með spurningar sem tengjast náminu, þurfi þau leiðsögn. Auk leiðsagnarfunda með kennurum er til staðar mentorakerfi eldri nemenda fyrir fyrsta árs nema.