Brautskráning | Háskóli Íslands Skip to main content

Brautskráning

Brautskráning - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands brautskráir kandídata þrisvar á ári, í febrúar, júní og október.

Brautskráning kandídata í grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) laugardaginn 19. júní 2021.

Brautskráningunni verður skipt í tvær athafnir líkt og undanfarin ár en þó með öðru sniði vegna sóttvarnatakmarkana. Einungis kandídatar, sem taka á móti brautskráningarskírteinum sínum, verða við athafnirnar en þeim verður streymt í beinni útsendingu.

Á fyrri brautskráningarathöfninni, sem hefst kl. 10, fá kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín.

Seinni athöfnina, sem hefst kl. 13.30, sækja kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá Heilbrigðisvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði.

Kandídatar fá sent bréf með nánari upplýsingum um fyrirkomulag athafnanna.

Bréf vegna fyrri athafnar á íslensku - Félagsvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Bréf vegna seinni athafnar á íslensku - Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið

Bréf vegna fyrri athafnar á ensku- Félagsvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Bréf vegna seinni athafnar á ensku- Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið

Starfsfólk Háskólans verður enn fremur á staðnum á brautskráningunni og leiðbeinir kandídötum um sætaskipan.
 

Prófskírteini og viðaukar

Við brautskráningu fá allir kandídatar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandídötum án endurgjalds. Ef kandídat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá sinni deild.

Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af viðkomandi deildarforseta. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti þannig að það glatist ekki.


  Brautskráningar frá Háskóla Íslands, aftur til 2017:

  Tengt efni

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  Ef þú vilt fá svar frá okkur.
  Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
  Skrár verða að vera minni en 2 MB.
  Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
  CAPTCHA
  Sía fyrir ruslpóst
  Image CAPTCHA
  Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.