Skip to main content

Brautskráning

Brautskráning - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands brautskráir kandídata þrisvar á ári, í febrúar, júní og október. Næsta brautskráningarathöfn verður í Laugardalshöll 15. júní 2024. 

Kandídatar fá rafræn bréf með nánari upplýsingum þegar nær dregur.

Prófskírteini og viðaukar

Við brautskráningarathafnir fá kandídatar sem ljúka bakkalár- og framhaldsnámi afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandídötum án endurgjalds. Nemendur sem ljúka diplómagráðu fá skírteini sín afhent á skrifstofu deildar sinnar.

Ef kandídat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá sinni deild.

Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af viðkomandi deildarforseta. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti þannig að það glatist ekki.


    Brautskráningar frá Háskóla Íslands, aftur til 2017:

    Tengt efni