Háskóli Íslands brautskráir kandídata þrisvar á ári, í febrúar, júní og október. Næsta brautskráning fer fram fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (nýju Laugardalshöllinni) laugardaginn 25. júní. Brautskráningunni verður skipt í tvær athafnir líkt og undanfarin ár og að þessu sinni er hún opin bæði brautskráningarkandídötum og gestum þeirra (tveir gestir að hámarki með hverjum kandídat). Fyrri athöfnin verður kl. 10 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Félagsvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið við skírteinum sínum. Bréf til kandídata vegna fyrri athafnar Síðari athöfnin hefst kl. 13.30 en þá taka nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið og Menntavísindasvið við skírteinum sínum. Bréf til kandídata vegna seinni athafnar Starfsfólk Háskólans verður enn fremur á staðnum á brautskráningunni og leiðbeinir kandídötum um sætaskipan. Prófskírteini og viðaukar Við brautskráningu fá allir kandídatar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu en viðaukinn á íslensku og ensku. Þessi gögn eru afhent kandídötum án endurgjalds. Ef kandídat er fjarverandi við brautskráningu þarf hann að nálgast þau síðar hjá sinni deild. Þeim tilmælum er beint til kandídata að þeir varðveiti prófskírteini sín vel! Hvert prófskírteini er aðeins gefið út í einu eintaki, undirrituðu af viðkomandi deildarforseta. Það er á ábyrgð skírteinishafa að varðveita prófskírteinið með öruggum hætti þannig að það glatist ekki. Brautskráningar frá Háskóla Íslands, aftur til 2017: Brautskráningar 2022 Febrúar Júní Brautskráningar 2021 Febrúar Júní Október Brautskráningar 2020 Febrúar Júní Október Brautskráningar 2019 Febrúar Júní Október Brautskráningar 2018 Febrúar Júní Október Brautskráningar 2017 Febrúar Júní Október Tengt efni Spurt og svarað um lokaverkefni og brautskráningar Doktorsvarnir við Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter