Vísinda- og nýsköpunarsvið | Háskóli Íslands Skip to main content

Vísinda- og nýsköpunarsvið

Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, hagnýtingu, erlent samstarf og vísindastarf skólans.

Vísinda- og nýsköpunarsvið annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum, svo sem ráðgjöf við akademíska starfsmenn og stofnanir, framtal starfa, árlegt mat á rannsóknum, mat á umsækjendum við nýráðningar og framgang auk umsýslu rannsóknatengdra sjóða.

Sviðið hefur auk þess umsjón með sókn í erlenda sjóði, hagnýtingu rannsókna, Hugverkanefnd og Rannsóknasetrum HÍ á landsbyggðinni.

Sviðið starfar í nánum tengslum við vísindanefnd Háskólaráðs, vísindasiðanefnd Háskóla Íslands og rannsóknastjóra fræðasviða. Starfsmenn sviðsins eru 11 með aðstöðu í Aðalbyggingu.
Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.