Skip to main content

Stundatöflur - Lýðheilsuvísindi

Stundatöflur - Lýðheilsuvísindi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hér má nálgast drög að stundatöflu LÝÐ, FAR og LTF:
Stundatafla vormisseris 2024
Stundatafla haustmisseris 2023

Þar sem námið er þverfræðilegt gætu nemendur þurft að fletta upp í stundatöflum fleiri en einnar deildar. Þegar námskeiði er flett upp í Kennsluskrá er deild skilgreind í stikunni vinstra megin. Þaðan má fletta upp í stundatöflu á ytri vef viðkomandi deildar. Stundatafla allra deilda má einnig finna hér: https://www.hi.is/nam/stundatoflur_0

Innritaðir nemendur fá senda stundatöflu LÝÐ, FAR og LTF námskeiða áður en kennsla hefst og kennarar setja einnig kennsluáætlun inn á kennsluvef hvers námskeiðs. Í Uglunni undir "Stundataflan mín" birtist innrituðum nemendum vísir að stundatöflu þeirra námskeiða sem þeir eru skráðir í. Athugið þó að sú tafla er byggð á bókunum námskeiða í kennslustofur og því takmörkum háð í einhverjum tilvikum.

Málstofudagskrá er send nemendum í upphafi hvers misseris.  

Meistaranámið er 120e og námstími er tvö ár (fjögur misseri). Hámarksnámstími til meistaraprófs er sex misseri frá því að nemandi er skráður í námið.

Fullt nám við Háskóla Íslands er 30e á misseri. Að baki hverju 6e námskeiði eru u.þ.b. 42 fyrirlestrar, dæma- og umræðutímar. Að jafnaði má gera ráð fyrir 27klst í tímasókn og heimavinnu að baki hverrar einingar. 6e námskeið samsvarar þannig um fjórum 40 stunda vinnuvikum.

Námið er ekki skipulagt með fjarnám í huga og námskeið fara fram á milli 8:00-16:00. Einhver skyldunámskeiða eru kennd í 3-6 vikna lotum.