Hér má nálgast algengar spurningar og svör um námið í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Almennt Hvað er Ugla og hvernig fæ ég aðgang? Ugla er innri vefur Háskóla Íslands. Allir nemendur fá úthlutað notendanafn og lykilorð sem veitir þeim aðgang. Á innra svæðinu geta nemendur fylgst með námsframvindu sinni, haft samband við kennara einstakra námskeiða, nálgast námsgögn, skoðað skilaboð frá kennurum og sent tölvupóst. Eftir að umsókn hefur verið samþykkt og þú hefur greitt skrásetningargjaldið þá getur þú úthlutað þér notandanafni og lykilorði að Uglunni með því að skrá þig inn á umsóknarsíðuna þína („Yfirlit umsókna“) með netfanginu og lykilorðinu sem þú bjóst til við skráningu í samskiptagátt Háskóla Íslands. Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í samskiptagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist fyrst í gáttinni. Hvernig sæki ég um nám við Háskóla Íslands? Þú sækir um nám við HÍ með því að fylla út umsókn á vef skólans. Þar finnur þú einnig upplýsingar um umsóknarfrest, inntökuskilyrði, nauðsynleg fylgigögn, skrásetningargjöld og fleira. Hver er umsóknarfrestur til að sækja um grunnnám? Opið er fyrir umsóknir í grunnnám hjúkrunarfræðideildar alla jafna frá byrjun mars til 5. júní. Hver er umsóknarfrestur til að sækja um framhaldsnám? Umsóknarfrestur í framhaldsnám við Hjúkrunarfræðideild er 15. apríl fyrir innritun á haustmisseri en 15. október fyrir innritun á vormisseri, þar sem við á. Stundaskrá Hvenær eru stundaskrár birtar? Stundaskrárdrög haustmisseris eru yfirleitt birtar um miðjan júní. Endanlegar útgáfur stundaskráa eru síðan birtar í lok ágúst og eftir það má ekki færa til eða breyta tímum nema auglýsa það vel. Stundaskrárdrög vormisseris eru yfirleitt birtar byrjun desember. Endanlegar útgáfur stundaskráa eru síðan birtar í fyrstu viku janúar, rétt áður en kennsla hefst. Hjúkrunarfræðideild birtir stundaskrár seinna en aðrar deildir Háskóla Íslands vegna þess að skipulag námsins er flóknara en þekkist í öðrum deildum skólans. Drög að stundatöflum Hjúkrunarfræðideildar eru birtar á vef deildarinnar. Nemendur við deildina skoða sína stundatöflu á innri vefnum Uglu, með því að smella þar á Uglan mín → Stundataflan mín. BS-nám Hvað þarf ég að gera til að geta innritast í BS-nám í hjúkrunarfræði? Til að hefja nám við Hjúkrunarfræðideild skulu nemendur hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá verk- og raunvísindadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Nemendur sem lokið hafa aðfararnámi að öðrum háskólum en Háskóla Íslands geta sótt um undanþágu frá þessum inntökuskilyrðum. Sjá nánar um inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði. Hvernig get ég undirbúið mig undir BS nám í hjúkrunarfræði? Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að nemandi hafi lokið 10 ein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 ein á 3. þrepi í líffræði. Þeim sem ekki hafa góða undirstöðu í efnafræði er bent á námskeiðið Aðfaranám í almennri efnafræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem alla jafna er haldið í ágústmánuði. Er fjöldatakmörkun í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands? Ekki er fjöldatakmörkun til að hefja BS-nám við Hjúkrunarfræðideild. Hins vegar, eru haldin samkeppnispróf í desember ár hvert, og er 120 nemendum með hæðstu meðaleinkunnir boðið námspláss á vormisseri næsta árs. Fullnægir nám frá Háskólabrú Keilis inntökuskilyrðum? Já lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Sjá nánar um inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði. Er hægt að byrja nám til BS gráðu á vormisseri? Nei því miður er ekki er hægt að hefja grunnnám í hjúkrunarfræði á vormisseri. Hversu langt er BS-nám í hjúkrunarfræði? Nám til BS-gráðu í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár. Skipulag námsins er með þeim hætti að nemendur eru sífellt að byggja ofan á þekkingu frá fyrri misserum. Í ýmsum námskeiðum eru forkröfur og þurfa nemendur að hafa lokið námskeiðum sem eru nauðsynlegur undirbúningur til að geta skráð sig í þau námskeið. Sjá nánar um BS-nám í hjúkrunarfræði. Get ég fengið fyrra nám metið? Nemendur sem teknir hafa verið inn í BS nám í hjúkrunarfræði geta óskað eftir að fá fyrra nám metið. Umsóknarfrestur um mat á fyrra námi er til 5. júní fyrir nám á komandi haustmisseri og 1. nóvember fyrir nám á komandi vormisseri. Beiðnum skal skilað inn á pappírsformi í pósthólf Birnu Flygenring formanns námsmatsnefndar, Hjúkrunarfræðideild Eirbergi, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík. Niðurstaða skal alla jafna liggja fyrir mánuði síðar. Til þess að unnt sé að meta fyrra nám þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni nemanda um slíkt mat ásamt eftirtöldum gögnum á íslensku eða ensku: Staðfest afrit af vitnisburði (með einkunn) frá þeim skóla eða skólum þar sem námið sem óskað er eftir að fá metið fór fram. Ítarleg námskeiðslýsing þess/þeirra námskeiðs/a þar sem eftirfarandi þarf að koma fram: Nafn umsjónarkennara ECTS einingafjöldi Innihaldslýsing á námskeiði/a Yfirlit yfir fyrirlestra Verkefnalýsing/ar Upplýsingar um námsmat (verkefni/próf) Lesefnislisti/bókalisti Ef ofantalin gögn liggja ekki fyrir verður umsóknin ekki afgreidd. Námsmatsnefnd Hjúkrunarfræðideildar hefur umsjón með mati á fyrra námi. Fyrra nám er metið út frá ákveðnum námskeiðum sem koma til greina. Fyrra námskeið, sem er forsenda matsins, skal að jafnaði samsvara a.m.k. 2/3 hlutum af innihaldi þess námskeiðs sem það á að jafngilda, auk þess sem heildareiningafjöldi þess námskeiðs sem á að meta verður að vera a.m.k. jafn mikill. Matsnefnd getur, eftir því sem ástæða þykir til, sent beiðni um mat á fyrra námi til umsagnar umsjónarkennara þeirra námskeiða sem beðið er um að fyrra nám sé metið á móti. Námskeið er ekki metið nema nemandi hafi lokið því með a.m.k. einum heilum yfir lágmarkseinkunn. Að jafnaði eru fyrri námskeið ekki metin á móti námi í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ef meira en fimm ár eru liðin síðan þeim var lokið. Hjúkrunarfræðingar sem lokið hafa hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands eða Nýja hjúkrunarskólanum og hafa hjúkrunarleyfi geta sótt um mat á fyrra námi. Sérreglur gilda um þeirra námsmat. Býður Hjúkrunarfræðideild upp á fjarnám? Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands er kennd í sveigjanlegu staðnámi. Í flestum námskeiðum eru fyrirlestrar teknir upp en skyldumæting getur verið í einstaka námsþáttum. Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf Hvaða bakgrunn hafa umsækjendur? Fræðabakgrunnur umsækjenda er mjög fjölbreyttur og hafa þeir lokið námi við HÍ og aðra háskóla hérlendis og erlendis. Sem dæmi um bakgrunn umsækjenda má nefna: Almenn lífvísindi, félagsfræði, ferðamálafræði, geislafræði, heilbrigðisvísindi, líffræði, lyfjafræði og sálfræði. Hvernig er umsóknarferlið í námið? Umsækjandi þarf að hafa lokið BA-, BS- eða B.Ed.-prófi með lágmarkseinkunninni 6,5. Hann þarf að hafa lokið 4e í aðferðafræði, 4e í tölfræði, 6e í félags- og sálfræði, og 26e í líffræðigreinum. Þeir sem hafa ekki lokið ofangreindum einingum sækja um forkröfunám. Sérstök matsnefnd metur hvaða forkröfunámskeiðum umsækjandi þarf að ljúka. Listinn hér að neðan er aðeins til viðmiðunar. Einstaklingsbundið mat getur þurft að fara fram t.d. vegna námskrárbreytinga. Þegar umsækjandi hefur lokið nauðsynlegum forkröfunámskeiðum getur hann sótt um námið Hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólagráðu. Hvaða fylgigögnum þarf umsækjandi að skila þegar hann sækir um nám? Umsækjandi þarf að skila inn starfsferilsskrá Umsækjandi þarf að skila inn prófskírteini til staðfestingar á fyrra námi, grunn- og/eða framhaldsnámi Umsækjandi þarf að skila inn staðfestingu á að hann hafi lokið forkröfunámskeiðum eða hafi fengið þau metin Hvaða fylgigögnum þarf umsækjandi að skila þegar hann sækir um forkröfunámskeið? Umsækjandi þarf að skila inn prófskírteini til staðfestingar á fyrra námi grunn- og/eða framhaldsnámi. Hvaða forkröfunámskeið eru í boði á haust- og vormisseri? Kynntu þér skipulagið á námsleiðasíðunni. Hvernig getur umsækjandi skoðað hvort námskeiðin hans verði metin? Umsækjandi getur skoðað ítarlegar námskeiðslýsingar og hæfniviðmið fyrir forkröfunámskeiðin. Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum með sömu eða líkri innihaldslýsingu og hæfniviðmiðum verða þau metin Hér má sjá námskeiðslýsingar og hæfniviðmið fyrir öll forkröfunámskeiðin: HJÚ136G Líkaminn -Bygging og þroskun 8e HJÚ137G Frumulíffræði 6e HJÚ121G Félags- og sálfræði 6e HJÚ122G Sálfræði 2e HJÚ014G Vöxtur og þroski barna og unglinga 3e** HJÚ123G Félagsfræði 4e LÍF111G Örveru- og sýklafræði 5e* *Hefur ýmist lokið félagsfræði eða sálfræði. ** Geta valið þessi námskeið en tilheyra HFFH og er ekki skylda að taka í forkröfu. HJÚ244G Lífeðlisfræði 6e HJÚ245G Lífeðlisfræði II 6e HJÚ246G Tölfræði 4e HJÚ247G Aðferðafræði 4e FÉL404G Nútímakenningar í félagsfræði 8e*** NÆR206G Sálfræði 2e*** FÉL440G Heilsa og samfélag 8e*** ***Námskeið sem yrðu metin í stað HJÚ123G eða HJÚ122G Hvar er hægt að stunda undirbúningsnám fyrir námsleiðina? Í öllum tilvikum fer fram einstaklingsbundið mat á fyrra námi. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi lokið 6 e í sál- og félagsfræði, 4 e í aðferða, 4 e tölfræði og 26 e í ýmsum líffræðigreinum, s.s. líffærafræði, frumulífeðlisfræði og lífeðlisfræði. Hafi nemandi ekki tilskilinn undirbúning eru ýmis námskeið í boði í deildum Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem gætu hentað. Til dæmis: Í sál/félagsfræði: Hjúkrunarfræðideild HÍ, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild HÍ og HA Félagsfræðideild og Félagsráðgjafadeild Félagsvísindasviðs HÍ, Félagsvísindadeild HA Í aðferða- og tölfræði: Félagsfræðideild og Félagsráðgjafadeild Félagsvísindasviðs HÍ, Félagsvísindadeild HA Í líffræðigreinum: s.s. líffærafræði, frumulífeðlisfræði og lífeðlisfræði Hjúkrunarfræði HÍ og HA, haustmisseri 1. árs Lífeindafræði HÍ, Geislafræði HÍ Líkleg námskeið sem þarf að taka eftir BA/BEd/BS í... ferðamálafræði Umsækjandi með BS í ferðamálafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun aðferðafræði félagsráðgjöf Umsækjandi með BA í félagsráðgjöf, þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun geislafræði Umsækjandi með BS í geislafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II tölfræði grunnskólakennslu yngri barna Umsækjandi með BA í grunnskólakennslu yngri barna þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: frumulíffræði félagsfræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði sálfræði guðfræði Umsækjandi með BA í guðfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði hagfræði Umsækjandi með BS í hagfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. heilsueflingu og heimilisfræði Umsækjandi með BEd í heilsueflingu og heimilisfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði hugbúnaðarverkfræði Umsækjandi með BS í hugbúnaðarverkfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun íþrótta- og heilsufræði Umsækjandi með BEd í íþrótta- og heilsufræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklegaíþróttafræði Umsækjandi með BEd í íþróttafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklegajarðfræði Umsækjandi með BS í jarðfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. landafræði Umsækjandi með BS í landfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði leikskólakennarafræði Umsækjandi með B.Ed.í leikskólakennarafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði líffræði Umsækjandi með BS í líffræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði líkaminn - Bygging og þroskun lífeðlisfræði I* lífeðlisfræði II* * merkt fög þarf að skoða sérstaklegalífeindafræði Umsækjandi með BS í lífeindafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði lífeðlisfræði I* lífeðlisfræði II* tölfræði * merkt fög þarf að skoða sérstaklegajarðfræði Umsækjandi með BS í jarðfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði lögfræði Umsækjandi með BA í lögfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði lyfjafræði Umsækjandi með BS í lyfjafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félags- og sálfræði líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. læknisfræði Umsækjandi með BS í læknisfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: félags- og sálfræði mannfræði Umsækjandi með BA í mannfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. matvælafræði Umsækjandi með BS í matvælafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun næringarfræði Umsækjandi með BS í næringarfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félagsfræði sagnfræði Umsækjandi með BA í sagnfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði sálfræði Umsækjandi með BS í sálfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: frumulíffræði félagsfræði* lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun * merkt fög þarf að skoða sérstaklegasjúkraþjálfunarfræði Umsækjandi með BS í sjúkraþjálfunarfræði uppfyllir forkröfur í felstum tilfellum. stjórnamálafræði Umsækjandi með BA í stjórnmálafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: félags- og sálfræði* frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. tannsmíði Umsækjandi með BS í tannsmíði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði tómstunda og félagsmálafræði Umsækjandi með BA í tómstunda og félagsmálafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: félags- og sálfræði* frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði * merkt fög þarf að skoða sérstaklega. tungumálum Umsækjandi með BA í tungumálum þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði tölvunarfræði Umsækjandi með BS í tölvunarfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun tölfræði umhverfis- og byggingarverkfræði Umsækjandi með BS í umhverfis- og byggingarverkfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun uppeldis og menntunarfræði Umsækjandi með BA í uppeldis og menntunarfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: frumulíffræði félagsfræði* lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun sálfræði* * merkt fög þarf að skoða sérstaklegavélaverkfræði Umsækjandi með BS í vélaverkfræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun viðskiptafræði Umsækjandi með BS í viðskiptafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: aðferðafræði* félags- og sálfræði frumulíffræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun * merkt fög þarf að skoða sérstaklegaþroskaþjálfafræði Umsækjandi með BA í þroskaþjálfafræði þarf að öllum líkindum að taka eftirfarandi forkröfunámskeið: frumulíffræði félagsfræði lífeðlisfræði I lífeðlisfræði II líkaminn - Bygging og þroskun sálfræði Færnisetur Er skyldumæting í alla tíma í Færnisetri? Skyldumæting er í alla tíma í Færnisetri og tapast próftökuréttur ef ekki er mætt nema ef um veikindi er að ræða. Veikindi í Færnisetri- hvað á að gera? Forfallist nemandi í tíma í Færnisetri ber honum að láta umsjónarkennara námskeiðs vita með tölvupósti eða á deildarskrifstofu s: 525-4960. Ef um veikindi er að ræða þarf að skila læknisvottorði innan 3ja daga til skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar. Þarf að standa sérstök skil á því efni sem ég missi af? Forfallist nemandi í tímum í Færnisetri þarf hann að standa sérstök skil á því efni í verklega prófinu, ekki verður um neina aukatíma að ræða. Get ég mætt í annan tíma ef ég forfallast? Nemendur geta ekki mætt í annan tíma en þann sem þeim hefur verið úthlutað vegna fjölda í hverjum tíma. Ef nemendur geta alls ekki mætt í tíma með sínum hóp verða þeir að skipta innbyrðis. Kennari mun ekki aðstoða nemendur við skipti á tímum. Námsframvinda Er hægt að fá leyfi frá námi, og hvernig er það gert? Stúdent getur óskað eftir að vera skráður í leyfi á námstímanum. Það gerir hann með því að senda beiðni til deildarstjóra. Sé leyfið veitt greiðir nemandi leyfisgjald hjá Nemendaskrá. 48. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 segir um námsleyfi að óski stúdent eftir að gera hlé á námi sínu í heilt kennslumisseri eða lengur, skuli hann þá leita heimildar viðkomandi háskóladeildar og skrá sig árlegri skráningu, meðan á leyfistíma stendur. Námsleyfi lengir ekki hámarks námstíma. Að öllu jöfnu er stúdentum í Hjúkrunarfræðideild ekki veitt námsleyfi á fyrsta námsári. Hver er tímaramminn til að klára námið? Hámarkstími til námsins er 6 ár. Hversu oft má falla í námskeiði? Þreyta má tvisvar sinnum próf í hverju námskeiði. Eftir fall í 2. sinn er ekki hægt að ljúka námi nema með sérstökum undanþágum (fjarvistarfall talið með). Nemanda sem ekki hefur staðist námskröfur í Hjúkrunarfræðideild (hefur til dæmis tvífallið í námskeiði og ekki fengið undanþágu til þriðju próftöku) skal bent á að hann getur sótt um að endurinnritast í deildina. Próf og einkunnir Hvenær eru próf? Almenn próf eru samkvæmt reglum háskólans í lok vor- og haustmisseris, sjá nánar í kennslualmanaki. Sjúkrapróf eru haldin í fjóra til sex daga í kjölfar almennra próftímabila samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Sjá nánar reglur um fyrirkomulag prófa og endurtökuprófa. https://www.hi.is/haskolinn/reglur_fyrir_haskola_islands#56 https://www.hi.is/haskolinn/reglur_fyrir_haskola_islands#57 Hvar finn ég próftöflur? Þín próftafla er í Uglunni: Uglan mín → Námskeiðin mín → Próf. Einum til þremur dögum fyrir prófið getur þú séð í hvaða byggingu, stofu og við hvaða borð þú tekur prófið. Þarf ég að skrá mig í próf? Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf. Þú þarft eingöngu að skrá þig sérstaklega í sjúkrapróf og endurtökupróf og það gerir þú í Uglu. Ef slík próf eru utan auglýsts próftíma þarf í sumum tilvikum að hafa samband við Nemendaskrá til að fá aðstoð við skráningu í sjúkra- og endurtökupróf. Hvernig skrái ég mig úr prófi? Skráning úr námskeiði er jafnframt skráning úr prófi (Uglan mín → Námskeiðin mín. Þar aftan við hvert námskeið er tákn fyrir úrsögn sem hægt er að smella á. Athugaðu að staðfesta þarf valið svo úrsögn taki gildi). Þú þarft að hafa sagt þig úr námskeiði í síðasta lagi 1. október vegna prófa á haustmisseri og 1. febrúar vegna prófa á vormisseri. Viljir þú af einhverjum ástæðum skrá þig úr endurtökuprófi sendir þú Nemendaskrá tölvupóst nemskra@hi.is (með nafni, kennitölu, námskeiðsheiti og -númeri) en gjald vegna endurtökuprófa er ekki endurgreitt. Skráir þú þig ekki úr prófi, sem þú ætlar ekki að taka, jafngildir það falli á prófinu. Hvað ef ég fell í prófi? Meginreglan er sú að heimilt er að þreyta próf í hverju námskeiði tvisvar. Ef þú fellur eða mætir ekki í lokapróf er þér heimilt að taka það aftur næst þegar lokapróf er haldið í viðkomandi námskeiði svo lengi sem það er innan árs frá upphaflegu prófi. Auk þess er deildum heimilt, í samráði við prófstjóra, að halda endurtökupróf í einstökum námskeiðum. Slík endurtökupróf eru einungis fyrir stúdenta sem áður hafa þreytt próf í viðkomandi námskeiði. Greiða þarf 6.000 kr. fyrir hverja skráningu í endurtökupróf. Þú skráir þig í endurtökupróf með því að smella á borða í Uglu eða á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Endurtektarpróf fara fram í júní ár hvert við hjúkrunarfræðideild. Upplýsingar um próftímabil endurtökuprófa má sjá í kennslualmanaki. Sjá nánar í reglum um endurtöku prófa. Hver stúdent hefur tvö tækifæri til að gangast undir próf í námskeiði. Falli nemandi í annað sinn í námskeiði þarf hann að óska formlega eftir því við deildarráð að gangast undir prófið í þriðja sinn. Ekki er veitt heimild til fjórðu próftöku. Hvenær birtast einkunnir? Einkunnir skulu birtar í síðasta lagi tveimur vikum eftir próf, þó í síðasta lagi þremur vikum eftir hvert próf á próftímabili í desember. Hvernig fer prófsýning fram? Stúdent getur óskað eftir því að fá útskýringar kennara á mati skriflegrar prófúrlausnar sinnar innan 15 daga frá birtingu einkunnar. Ýmist halda kennarar sérstakar prófsýningar fyrir þá sem óskað hafa eftir slíku eða hitta hvern og einn stúdent samkvæmt samkomulagi. Kennarar ráða hvernig þeir standa að prófsýningu. Hvað get ég gert ef ég er ósátt/ur við niðurstöður prófs? Teljir þú að brotið sé á rétti þínum varðandi kennslu, próf, námsmat, einkunnagjöf, mat á námsframvindu eða annað sem snýr að kennslu og prófum skaltu senda skriflegt erindi til deildarforseta. Sjá nánar í kennsluskrá, um ferli kvartana og kærumála. https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=24... Veikindi Hvað ef ég er veik/veikur í prófi? Stúdent sem veikist og getur þar af leiðandi ekki þreytt próf, ber að skila læknisvottorði til þjónustuborðs Háskólatorgs innan þriggja daga frá prófdegi. Hið sama gildir ef barn stúdents veikist. Veikist stúdent í prófi ber honum að vekja athygli prófgæslumanns sem skrifar athugasemd um það á prófúrlausn. Skal læknisvottorði dagsettu samdægurs skilað til þjónustuborðs. Á vottorðinu skal koma fram hvenær læknisskoðun fór fram. Ef um hlutapróf er að ræða skal vottorði skilað á skrifstofu deildar. Hvernig skrái ég mig í sjúkrapróf? Til að eiga rétt á sjúkraprófi þarf að skila inn vottorði innan þriggja daga frá prófdegi til þjónustuborðs Háskólatorgs eða til skrifstofu deildar ef um hlutapróf er að ræða. Áður en læknisvottorði er skilað þarf að skrifa á það heiti og númer námskeiðsins sem vottorðið tekur til. Nemandi skráir sig í sjúkrapróf með því að smella á bláa borðann sem birtist efst í Uglu 1-2 dögum eftir að vottorði er skilað. Ferðakostnaður nemenda Hvað gerist ef ferðakostnaður fer umfram viðmiðin? Þá þarf nemandi að greiða mismuninn. Athugið að aðeins er greitt fyrir eina ferð á háskólaárinu. Hvert á ég að fara með kvittanir? Kvittanir eiga að berast til skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar HÍ, Eiríksgötu 34, 101 Reykjavík með nafni, kennitölu, heimilisfangi og upplýsingum um bankareikning. Það er nauðsynlegt að kvittanir séu í frumriti og bókaðar af nemenda (skv. kröfu ríkisendurskoðunar), ella sér bókhald HÍ sér ekki fært að endurgreiða ferðakostnað. Hvernig sæki ég um ferðastyrk ef ég fer með flugi? Nemendur sem fara með flugi út á land þurfa sjálfir að bóka flugið og leggja út fyrir því. Til að fá endurgreitt þarf að framvísa reikningi og greiðslukvittun (frumriti) og láta fylgja með snepil með sætisnúmeri (boardingpass). Ætlast er til að nemendur bóki flug tímanlega til að fá sem ódýrast fargjald, einnig er rétt að benda á að biðja um stúdentafargjald. Hvernig sæki ég um ferðastyrk ef ég fer með strætisvagni? Þeir sem fara með strætisvagni þurfa að leggja út fyrir ferðunum, biðja um stúdentafargjald og framvísa nemendaskírteini, fá kvittun (frumrit) og framvísa gögnum á skrifstofu Hjúkrunarfræðideildar til að fá endurgreitt. Nemendur eru hvattir til að taka strætisvagn og deildin endurgreiðir þau fargjöld. Hvernig sæki ég um ferðastyrk ef ég fer á einkabíl? Ef nemendur kjósa að fara á einkabíl fá þeir einungis endurgreitt sem nemur fargjaldi með strætisvagni. Til að fá endurgreitt þarf að framvísa bensínnótum og nótum frá Speli. Á nótunum þarf m.a. að koma fram á hvaða tímabili og stað ferðast er. Ferðist tveir eða fleiri saman í einkabifreið er aðeins greiddur bensínkostnaður þeirrar bifreiðar sem notuð er til að komast til og frá áfangastað úti á landi. Ekki er greiddur bensínkostnaður á meðan á dvöl stendur. facebooklinkedintwitter