Bólguhjöðnun – hlutverk náttúrulegra drápsfrumna Leiðbeinandi: Jóna Freysdóttir (jonaf@landspitali.is) og Ingibjörg Harðardóttir (ih@hi.is) prófessorar við Læknadeild Um verkefnið: Hjöðnun bólgu er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að bólga verði krónísk, en krónísk bólga er talin orsakaþáttur í fjölmörgum algengum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og Alzheimers. Nýlega hefur komið í ljós að náttúrulegar drápsfrumur eru nauðsynlegar til að bólguhjöðnun eigi sér stað. Í verkefninu verða náttúrulegar drápsfrumur einangraðar úr blóði og skoðuð áhrif ýmissa boðefna á getu þeirra til að stuðla að hjöðnun bólgu. Stjórn æðatóns og samdráttarkrafts æðaveggs í slagæðum Leiðbeinandi: Þór Eysteinsson (thoreys@hi.is) prófessor hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands Um verkefnið: Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem hefur bakgrunn í heilbrigðis- og lífvísindum, til að vinna að 90 ECTS meistaraverkefni, til að rannsaka stjórn æðatóns og samdráttarkrafts æðaveggs í slagæðum (slagæðum í sjónhimnu svína og mesenteric slagæðum úr músum). Notaðir eru æðabútar úr þessum æðum sem settir eru í “small wire myography” vefjabað til að mæla samdráttarkraft með tognema, en að auki eru teknar augnbotnamyndir og fljúrljómandi æðamyndataka frá svæfðum nagdýrum. Að auki eru notaðar sameindalíffræðilegar aðferðir til að staðsetja prótein í æðunum sem koma við sögu, og til að mæla styrk tjáningar þeirra. Nemandinn þarf að hafa grunn þekkingu á frumulífeðlisfræði og starfsemi sléttra vöðva. Umsjón með verkefninu hafa Þór Eysteinsson og Andrea García-Llorca á Lífeðlisfræðistofnun HÍ. Áhrif ATL2 á framgang brjóstakrabbameins Leiðbeinandi: Inga Reynisdóttir (ingar@landspitali.is) Um verkefnið: Atlastin 2 (ATL2) er eitt þriggja gena sem tjá protein sem eru mikilvæg heilbrigðu frymisneti. Raskanir á jafnvægi og virkni frymisnetsins hafa verið tengdar ýmsum sjúkdómum, m.a. krabbameini. Rannsóknir okkar á brjóstaæxlum sýndu að magn eins umrita ATL2 gensins er meira tjáð í þeim en í heilbrigðum brjóstavef. Einnig tengist há tjáning þessa umrits klínískum og meinafræði þáttum sem gefa til kynna verri horfur. Tjáning þessa umrits tengist líka skemmri lifun brjóstakrabbameinssjúklinganna og boðferlum sem stjórna frumuhringnum. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á stjórnun tjáningar ATL2 og hvort ATL2 styðji við boðferla sem eru virkir í krabbameinsfrumum og ýta undir framgang meinsins. Rannsóknir verða gerðar í brjóstakrabbameinsfrumulínum; m.a. verður skoðuð tjáning umrita, bindiset umritunarþátta og áhrif þeirra á tjáningu skoðuð og áhrif yfirtjáningar könnuð á frumufjölgun, fasa frumuhrings, frumuskrið, o.fl. Hlutverk microphthalmia-associated transcription factor (Mitf) gensins í sjúkdómum með nýæðamyndun í æðu augans Leiðbeinandi: Andrea García Llorca( llorca@hi.is) aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og Lífeðalisfræðistofnun HÍ Um verkefnið: Nýæðamyndun í æðu augans (CNV) er ein af megin orsökum sjóntaps meðal eldra fólks og á sér stað í mörgum sjúkdómum í miðgróf augans, s.s aldurstengd hrörnun í augnbotnum (AMD). Microphthalmia-associated transcription factor (Mitf) gegnir lykilhlutverki í þroskun og starfsemi frumna í litþekju augans, og gæti því hugsanlega verið mikilvægur þáttur í myndun CNV. Í verkefninu verður aflað frekari þekkingar á þeim þáttum sem verka á myndun og stýringu CNV gegnum Mitf genið og þá um leið meðferðarúrræði við CNV. Músamódel af CNV, sem komið er af stað með laser meðferð, verður notað til að meta framgang sjúkdómsins. CNV verður komið af stað í báðum augum með laserskotum (photocoagulation) í músum af villigerð og með stökkbreytingar í Mitf geni. MSc verkefni á sviði mannerfðafræði og próteinmengjafræði Leiðbeinandi: Valborg Guðmundsdóttur, valborgg@hi.is Rannsóknarhópur Hjartaverndar getur tekið við tveimur meistaranemum. Nokkur mismunandi verkefni eru í boði sem hægt er að móta út frá áhugasviði nemanda. Verkefnin byggja á hóprannsóknum Hjartaverndar þar sem ítarlegar heilsufarsupplýsingar úr íslensku þýði eru tengdar við upplýsingar um erfðaþætti og próteinmælingar úr blóði, meðal annars til að finna nýja áhættuþætti fyrir ýmsa algenga sjúkdóma. Áhrif Rhox umritunarþátta á sérhæfingu frumkímfruma músa Leiðbeinandi: Erna Magnúsdóttir, erna@hi.is Fjölskylda Rhox umritunarþátta í músum samanstendur af 33 homeoboxþáttum og genin sem skrá fyrir þeim eru staðsett á stakri genaþyrpingu á X litningi. Öfugt við hina skyldu en varðveittu Hox genafjölskyldu, eru Rhoxþættirnir í hraðri þróun. Mjög lítið er viðað um virkni þessara þátta, hvaða genum þeir stjórna og hvaða próteinum þeir bindast, en þeir hafa líklega þróast til að bæla stökkla við endurforritun á umframerfðum kímlínunnar. Það eru ýmsir kostir í boði fyrir MS verkefni sem byggir á rannóknum Rhoxþáttanna. T.d. að skoða þætti sem víxlverka við Rhox þættina eða stjórnun á genatjáningu í stofnfrumum og frumkímfrumum með notkun fjölhæfra stofnfruma úr fósturvísum músa. Neminn myndi t.d. læra að gera western blot, mótefnalitun og confocal smásjárskoðun og rauntíma PCR auk ræktunar á músastofnfrumum. Við myndum þróa verkefnið eftir áhugasviði nemandans. Umritunarstjórnun og umframerfðir í eitilfrumukrabbameinum Leiðbeinandi: Erna Magnúsdóttir, erna@hi.is Waldenströmsjúkdómur er sjaldgæf tegund af ólæknandi eitilfrumukrabbameini sem einkennist af íferð einstofna B-eitilfruma í beinmerg og hárri seytingu af IgM. Sjúkdómurinn er áhugaverður út frá tilurð mergæxla og eitilfrumukrabbameina og hefur ákveðin einkenni beggja en er þó með vægari meingerð. Við höfum áhuga á því hvernig umritunarþættir koma að tilurð sjúkdómsins og framvindu, en mjög lítið er vitað um umframerfðir og umritunarstjórn sjúkdómsins og hvernig sú stjórn líkist eða er ólík því sem gerist í mergæxlum og eitilfrumumeinum. Það eru verkefni í boði sem tengjast rannsóknarspurningum um genastjórnun eitilfrumukrabbameina, hvernig þeim er haldið við og hvernig umframerfðir geta stuðlað að lyfjaónæmi, allt eftir áhugasviði hvers nemanda. Neminn myndi t.d. læra að gera western blot, mótefnalitun og confocal smásjárskoðun, frumuræktun, rauntíma-PCR auk annarra sértækra aðferða sem tengjast umritunarstjórnun. Við myndum þróa verkefnið eftir áhugasviði nemandans. Meinvaldandi áhrif BRCA1 c.4096+3A>G könnuð í frumulíkönum Leiðbeinandi: Bylgja Hilmarsdóttir, bylgjahi@landspitali.is Arfgengar breytingar í BRCA1/2 geta valdið aukinni áhættu á myndun brjósta- og eggjastokkakrabbameins. Ein af þeim arfgengu breytingum sem finnast í BRCA1 á Íslandi er c.4096+3A>G en áhættuaukning vegna hennar er meiri hvað varðar eggjastokkakrabbmein en brjóstakrabbamein. Vegna ósamræmis í flokkun á meinvirkni BRCA1 c.4096+3A>G á alþjóðavísu og vegna þess hve algeng hún er á Íslandi er mikilvægt að rannsaka hana frekar. Fyrri niðurstöður okkar sýna að BRCA1 c.4096+3A>G er splæsibreyting og leiðir hún þannig til breytinga á tjáningu BRCA1 splæsiafbrigða. Í þessu verkefni verða notuð frumumódel og sýni frá arfberum breytingarinnar til að rannsaka áhrif BRCA1 c.4096+3A>G á meingerð og framgang krabbameina. Áhrif hennar á lyfjanæmi frumna og svipgerð þeirra verða sérstaklega skoðuð. Verkefnið byggir á aðferðum í frumu- og sameindalíffræði, s.s. CRISPR, þrívíð frumuræktunarmódel og vinnu með gögn úr háhraðaraðgreiningum. Verkefnið verður unnið við Rannsóknastofu í frumulíffræði, meinafræðideild Landspítalans og við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Vefjaræktun og lyfjaprófanir á briskirtilskrabbameinsfrumum Leiðbeinandi: Bylgja Hilmarsdóttir, bylgjahi@landspitali.is Briskrabbamein er alvarlegur sjúkdómur þar sem lyfjameðferð hefur takmarkaðan árangur og 5 ára lifun er lág. Því er mikilvægt að bæta þau meðferðarúrræði sem standa þessum hóp sjúklinga til boða. Í þessu verkefni munum við þróa þrívíð vefjaræktunarmódel fyrir briskrabbamein sem ætlunin er að nota til að meta lyfjanæmi krabbameinsfrumnanna. Markmið okkar er að þróa endurbætta aðferð við ræktun á æxlisvef þar sem briskrabbameinsfrumur eru ræktaðar með æðaþeli í þrívíðri rækt. Bæði verður unnið með frumulínur og primary vef frá sjúklingum. Módelið verður notað til að meta lyfjanæmi frumna, en einnig til að skoða samspil æðaþels og briskrabbameins. Verkefnið byggir á aðferðum í frumu- og sameindalíffræði, s.s. þrívíð frumuræktunarmódel, lyfjanæmisprófunum, ónæmislitair og einnið verður unnið með gögn úr háhraðaraðgreiningu. Verkefnið verður unnið við Rannsóknastofu í frumulíffræði, meinafræðideild Landspítalans og við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Þú gætir einnig haft áhuga á þessu efni sem opnast í nýjum glugga sé smellt á hlekkina Framhaldsnám í líf- og læknavísindum Sækja um nám Heilbrigðisvísindastofnun HÍ facebooklinkedintwitter