Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands er samkeppni um nýstárlegar hugmyndir sem kunna að stuðla að samfélagslegum eða viðskiptalegum ávinningi án tillits til þess hvort hugmyndin hafi fjárhagslegan hagnað að markmiði. Samkeppnin er opin starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1998. Rafrænt umsóknareyðublað Í ár verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í eftirfarandi flokkum: Heilsa og heilbrigði. Verkefnið felur í sér nýja vöru, þjónustu, aðferð, ferla, bætt verklag eða annað sem hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks og heilbrigði. Verðlaun 1,5 m.kr. Tækni og framfarir. Verkefnið felur í sér nýja og spennandi tæknilausn sem felur í sér mikið framfaraskref sé unnið að henni. Verðlaun 1,5 m.kr. Samfélag. Verkefnið felur í sér nýja vöru, þjónustu, aðferð, ferla, bætt verklag eða annað sem hefur jákvæð áhrif fyrir samfélagið sé unnið að henni. Verðlaun 1,5 m.kr. Hvatningarverðlaun. Verkefnið er lofandi. Verðlaunin munu skipta umsækjendur verulegu máli og gera verkefninu kleift að þróast hratt. Verðlaun 500 þ.kr. Sigurvegari samkeppninnar (einn af verðlaunahöfum flokka) fær til viðbótar 1,5 m.kr. í verðlaunafé. Við mat á hugmynd skoðar dómnefndin einkum nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagsleg áhrif, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og hvort verkefnið sé í samræmi við stefnu skólans og styðji við starfsemi hans. Frestur til að skila inn tillögum rennur út þriðjudaginn 31. mars 2020. Samkeppnin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Árnason|Faktor, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Auðnu-tæknitorgs. Verklagsreglur um samkeppnina Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands 1. Tilgangur 1.1. Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands er samkeppni um nýstárlegar hugmyndir sem kunna að stuðla að samfélagslegum eða viðskiptalegum ávinningi án tillits til þess hvort hugmyndin hafi fjárhagslegan hagnað að markmiði. Veitt eru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í auglýstum flokkum, sem byggjast á rannsóknum eða starfi starfsmanna eða nemenda við Háskóla Íslands. Við mat á hugmynd skoðar dómnefndin einkum nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagsleg áhrif, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvort verkefnið sé í samræmi við stefnu skólans og styðji við starfsemi hans. 2. Umsýsla 2.1. Vísinda- og nýsköpunarsvið HÍ annast umsýslu samkeppninnar. 2.2. Vísinda- og nýsköpunarsvið auglýsir samkeppnina og frest til að leggja inn umsóknir. Umsóknir sem berast eftir tilgreindan umsóknarfrest verða ekki teknar gildar. Í auglýsingu skal koma fram fyrir hvaða flokka veitt séu verðlaun. 3. Þátttaka 3.1. Samkeppnin er opin fyrir starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands, óháð því hvort viðkomandi er í fullu starfi eða hlutastarfi. 3.2. Ef tveir eða fleiri aðilar leggja saman inn umsókn verður starfsmaður eða nemandi Háskóla Íslands að eiga meginþátt í tilurð verkefnis/hugmyndar. Vísinda- og nýsköpunarsvið getur óskað eftir nánari skýringum við mat á framlagi aðila. 4. Umsókn 4.1. Tilgreina ber í umsókn upplýsingar um aðalumsækjanda og aðra þátttakendur í verkefni. Skilyrði er að tilgreindir aðilar í umsókn hafi sjálfir unnið að verkefni/hugmynd. Umsóknin skal innihalda greinargóða lýsingu á verkefninu. 4.2. Umsókn skal skila til vísinda- og nýsköpunarsviðs og í samræmi við auglýsingu um samkeppnina. Umsóknin má vera á íslensku eða ensku. 4.3. Heimilt er að leggja inn samskonar umsókn um tiltekið verkefni/hugmynd sem ekki fékk verðlaun í fyrri keppni enda hafi verið unnið að verkefninu/hugmyndinni eftir þann tíma. Verkefni getur ekki hlotið verðlaun oftar en einu sinni. 5. Verðlaun 5.1. Veitt eru peningaverðlaun fyrir álitlegustu verkefnin í tilgreindum flokkum. Rektor í samráði við vísinda- og nýsköpunarsvið tekur ákvörðun um þá flokka sem veitt eru verðlaun fyrir. 6. Dómnefnd 6.1. Rektor skipar dómnefnd samkeppninnar og ákveður fjölda fulltrúa í henni og hver gegnir formennsku. Fulltrúar í dómnefnd eru bundnir trúnaði um efni umsókna og fylgigagna sem send eru inn í samkeppnina. 6.2. Dómnefnd tekur ákvörðun um þau verkefni/hugmyndir sem fá verðlaun. Ákvörðun dómnefndar er endanleg og verður ekki kærð til annars stjórnvalds. Verklagsreglur þessar eru settar af rektor, 19. febrúar 2020. Umsókn Umsókn ber að skila rafrænt. Hér má finna rafrænt umsóknareyðublað. Með umsókninni er heimilt að senda stutt fylgiskjöl, myndbönd, myndir eða annað til að skýra hugmyndina. Umsókn með fylgigögnum skal ekki vera lengri en sem nemur 5 útprentuðum blaðsíðum. Umsóknin má vera á íslensku eða ensku. Frekari upplýsingar veitir Gyða Einarsdóttir á vísinda- og nýsköpunarsviði.Sími: 525-5488.Netfang: inno@hi.is Verðlaunahafar fyrri ára Fjölbreytt verkefni af mismunandi fræðasviðum Háskólans hafa fengið viðurkenningu undanfarin ár og hér að neðan er hægt að kynna sér þau. Vísinda- og nýsköpunarverðlaun 2020 Hagnýtingarverðlaun 2019 Hagnýtingarverðlaun 2017 Hagnýtingarverðlaun 2016 Hagnýtingarverðlaun 2015 Hagnýtingarverðlaun 2014 Hagnýtingarverðlaun 2013 Hagnýtingarverðlaun 2012 Hagnýtingarverðlaun 2011 Hagnýtingarverðlaun 2010 Uppúr skúffunum 2009 Uppúr skúffunum 2008 Uppúr skúffunum 2007 Uppúr skúffunum 2006 Uppúr skúffunum 2005 Uppúr skúffunum 2004 Uppúr skúffunum 2003 Uppúr skúffunum 2002 Tengt efni Rafrænt umsóknareyðublað emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.