Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands

Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands er samkeppni um nýstárlegar hugmyndir sem kunna að stuðla að samfélagslegum eða viðskiptalegum ávinningi án tillits til þess hvort hugmyndin hafi fjárhagslegan hagnað að markmiði. Samkeppnin er opin starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1998. Rafrænt umsóknareyðublað

Í ár verða veitt verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í eftirfarandi flokkum:

Heilsa og heilbrigði

Verkefnið felur í sér nýja vöru, þjónustu, aðferð, ferla, bætt verklag eða annað sem hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks og heilbrigði. Verðlaun 1,5 m.kr.

Tækni og framfarir

Verkefnið felur í sér nýja og spennandi tæknilausn sem felur í sér mikið framfaraskref sé unnið að henni.  Verðlaun 1,5 m.kr.

Samfélag

Verkefnið felur í sér nýja vöru, þjónustu, aðferð, ferla, bætt verklag eða annað sem hefur jákvæð áhrif fyrir samfélagið sé unnið að henni. Verðlaun 1,5 m.kr.

Hvatningarverðlaun 

Verkefnið er lofandi. Verðlaunin munu skipta umsækjendur verulegu máli og gera verkefninu kleift að þróast hratt. Verðlaun 500 þ.kr.

Sigurvegari samkeppninnar (einn af verðlaunahöfum flokka) fær til viðbótar 1,5 m.kr. í verðlaunafé.

Mat á hugmyndum

Við mat á hugmynd skoðar dómnefndin einkum nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagsleg áhrif, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og hvort verkefnið sé í samræmi við stefnu skólans og styðji við starfsemi hans.

Skilafrestur 

Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 21. mars 2021. Vegna tæknilegra örðugleika hefur frestur verið framlengdur út mánudaginn 22. mars 2021.

Samkeppnin er samstarfsverkefni

Tengt efni