Háskólahlaupið | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahlaupið

Háskólahlaupið 2018 fór fram fimmtudaginn 20. september kl. 18 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið var opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt var velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.Þriggja kílómetra hlaupaleiðin lá m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni var boðið upp á tímatöku.

Úrslit Háskólahlaupsins 2018 

Kort af hlaupaleiðum
3 km hlaupaleið 

7 km hlaupaleið

Um Háskólahlaupið

Háskólahlaupið fór fram í ellefta sinn með núverandi fyrirkomulagi en þetta var í fyrsta sinn sem efnt var til hlaupsins að hausti.

Myndband frá Háskólahlaupinu 2013

Vakin er athygli á því að hlaupahópur háskólans hittist tvisvar í viku við íþróttahús skólans á Melunum. Hópurinn leggur af stað kl. 12.10 frá íþróttahúsinu á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er tilvalið að slást í þann öfluga hóp en hann er opinn bæði starfsmönnum og stúdentum.

Myndir frá fyrri Háskólahlaupum

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.