Háskólahlaupið | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskólahlaupið

Netspjall

Háskólahlaupið 2018 fer fram fimmtudaginn 20. september kl. 18 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km.Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin liggur í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni er boðið upp á tímatöku.

Kort af hlaupaleiðum
3 km hlaupaleið 

7 km hlaupaleið

Skráningarfyrirkomulag

Skráning Háskólahlaupið fer fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands, og er þátttökugjald 2.000 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu 2018.

Skráningarfrestur er til miðnættis 18. september.

Til hagræðingar eru þátttakendur vinsamlegast beðnir um að greiða þátttökugjald með millifærslu í heimabanka. Merkja þarf millifærslu: „Háskólahlaup 2018“ og senda tölvupóst á haskolahlaup@hi.is.

Bankaupplýsingar: Kt. 600169-2039, Reikningur 137-26-85.

Einnig má greiða með peningum og kortum á upplýsingaborði í Aðalbyggingu Háskólans þegar keppnisgögn eru sótt.

Ath. Ekki er hægt að skrá sig í hlaupið á upplýsingaborði í Aðalbyggingu heldur eingöngu á Uglu.

Afhending keppnisgagna

Keppnigsgögnin, bolur (fyrir báðar vegalengdir) og númer (fyrir tímatöku í 7 km hlaupi), verða afhent á upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu 19. og 20. september kl. 9-16. Þátttakendur sem greitt hafa með millifærslu eru vinsamlegast beðnir um að framvísa staðfestingu á henni ásamt skilríkjum þegar keppnisgögn eru sótt.

Aðstaða á hlaupadegi og dagskrá

Þátttakendur geta haft fataskipti í Íþróttahúsi Háskólans við hliðina á Háskólatorgi en athugið að koma þarf með lás fyrir fataskápa ef geyma á föt á staðnum.

Upphitun hefst kl. 17.45 í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu og verður í höndum nemenda í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hlaupið verður svo ræst stundvíslega kl. 18.

Um Háskólahlaupið

Háskólahlaupið fer nú fram í ellefta sinn með núverandi fyrirkomulagi en þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hlaupsins að hausti.

Myndband frá Háskólahlaupinu 2013

Vakin er athygli á því að hlaupahópur háskólans hittist tvisvar í viku við íþróttahús skólans á Melunum. Hópurinn leggur af stað kl. 12.10 frá íþróttahúsinu á þriðjudögum og fimmtudögum. Það er tilvalið að slást í þann öfluga hóp en hann er opinn bæði starfsmönnum og stúdentum.

Myndir frá fyrri Háskólahlaupum

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.