Samfélag nemenda | Háskóli Íslands Skip to main content

Samfélag nemenda

Rúmlega tvö þúsund nemendur leggja stund á nám við Hugvísindasvið ár hvert. Við skólann skapast því líflegt og fjölbreytt samfélag þar sem leitast er við að koma til móts við þarfir nemenda.

Félagsstofnun stúdenta rekur bókakaffi og kaffistofur, mötuneyti, atvinnumiðlun, stúdentagarða og leikskóla. Í mörgum byggingum skólans eru lesrými og aðstaða til hópvinnu er mjög góð. Nemendur hafa aðgang að fullkomnasta bókasafni landsins og íþróttahúsi.

Við Hugvísindasvið er öflugt félagslíf þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi nemendafélaga er starfandi og standa þau fyrir viðburðum fyrir nemendur allt skólaárið. (Hér má nálgast lista yfir nemendafélög á Hugvísindasviði).

Stúdentaráð stendur fyrir stórum viðburðum ætluðum nemendum skólans. Stúdentadagar, októberfest og próflokaball eru meðal þeirra. Í Stúdentakjallaranum er rekinn vinsæll veitinga- og skemmtistaður stúdenta sem er opinn frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Þar er fjölbreytt dagskrá viðburða og tónleika.

Háskólakórinn, Kvennakór Háskólans, Stúdentaleikhúsið og dansfélag háskólanema auka einnig á fjölbreytni í félagslífi nemenda við Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar er að finna á student.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.