Stjórn og starfsfólk | Háskóli Íslands Skip to main content

Stjórn og starfsfólk

Netspjall

Skrifstofur sviðs og deilda Félagsvísindasviðs eru á 1. hæð í Gimli. Þar er veitt öll almenn þjónusta við nemendur og kennara auk þess sem þjónustuborðið í Gimli veitir þjónustu við Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið.

Skrifstofa Félagsvísindasviðs

Skrifstofa Félagsvísindasviðs í Gimli er undir stjórn forseta sviðsins en auk hans starfa þar rekstrarstjóri, mannauðsstjóri, verkefnastjóri fjármála, markaðs- og vefstjóri, rannsóknarstjóri, kennslustjóri og skjalavörður. Þar eru einnig skrifstofur deildarstjóra og verkefnastjóra allra deilda sviðsins þar sem veitt er almenn þjónusta við nemendur og kennara.

Stjórn

Stjórnin fjallar um sameiginleg málefni sviðsins og hefur eftirlit með fjármálum, rekstri og gæðum starfseminnar. Í stjórn sitja:

 • Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs
 • Ásgeir Jónsson, deildarforseti Hagfræðideildar
 • Eiríkur Jónsson, deildarforseti Lagadeildar
 • Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar
 • Maximilian Conrad, deildarforseti Stjórnmálafræðideildar
 • Sigurveig H. Sigurðardóttir, deildarforseti Félagsráðgjafardeildar
 • Stefán Hrafn Jónsson, deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar
 • Jóna Þórey Pétursdóttir, fulltrúi nemenda

Forseti Félagsvísindasviðs

Forseti Félagsvísindasviðs er Daði Már Kristófersson. Forseti er ráðinn af rektor að fenginni tillögu valnefndar. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins, fer með vald stjórnar þess á milli funda og stjórnar daglegri starfsemi. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. 

Forseti ber meðal annars ábyrgð á:

 • Útfærslu á stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðsins
 • Öflugri liðsheild og faglegu samstarfi
 • Tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila
 • Fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra
 • Mannauðsmálum
 • Gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu
 • Stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.