Í boði eru námskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð (HAM), sjá upplýsingar um námskeiðin hér.
Við viljum benda þér á fleiri leiðir sem gætu gagnast:
- Hafa samband við Nemendaráðgjöf HÍ sem sinna persónulegri og náms- og starfstengdri ráðgjöf.
- Hafa samband við Félagsráðgjöf háskólanema. Nemendur geta bókað tíma hjá Félagsráðgjöf háskólanema á Uglu, innri vef skólans, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir í gegnum netfangið felradgjof@hi.is.
- Hafa samband við heimilislækni og kanna möguleika á sálfræðimeðferð í heilsugæslunni þinni.
- Hafa samband við Sálfræðiráðgjöf Háskólanema þar sem meistaranemar í klínískri sálfræði veita meðferð. Tíminn kostar 1.500 kr. Þar er boðið upp á vikuleg viðtöl en einhver bið getur verið eftir fyrsta tíma.
- Ef vanlíðan er það mikil að þú verður að fá aðstoð strax bendum við á bráðamóttöku geðsviðs. Opnunartímar þar eru frá 12-19 virka daga og 13-17 um helgar en utan þess tíma er geðlæknir á bakvakt á bráðamóttökunni í Fossvogi.
- Hér er linkur á sjálfshjálparsíðu þar sem fjölbreytt efni er sett upp á aðgengilegan hátt. Þú getur skoðað hvort þú getur nýtt þér þetta: https://www.cci.health.wa.gov.au/Resources/Looking-After-Yourself
- Önnur úrræði:
- Hjálparsími Rauða krossins (1717) eða netspjall á raudikrossinn.is
- Pieta samtökin (pieta.is)
- Bergið stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk (bergid.is)