Viðurkenningar til starfsmanna | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðurkenningar til starfsmanna

Háskóli Íslands veitir hvert háskólaár að jafnaði þremur starfsmönnum viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Forsendur viðurkenningar eru ágæti í kennslu, rannsóknum, stjórnun eða í öðrum störfum í þágu Háskólans.Háskólaráð skipar tvo menn í valnefnd, annan úr hópi fyrrverandi fastráðinna kennara Háskólans og hinn úr hópi fyrrverandi nemenda, sem ásamt aðstoðarrektor velja úr tilnefningum og ákveða hverjir hljóta hina árlegu viðurkenningu. Skal nefndin skipuð til þriggja ára í senn og er aðstoðarrektor formaður hennar. Sérstök greinargerð valnefndar skal fylgja viðurkenningunni.

Verklagsreglur um viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í starfi voru upphaflega samþykktar af háskólaráði 19. september 2002. Endurskoðaðar reglur voru samþykktar í háskólaráði 5. september 2013 og síðast breytt 11. september 2014.

Yfirlit yfir handhafa viðurkenninga:


Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.