Skip to main content

Háskóli unga fólksins

Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004.

Skráning í skólann er að vori ár hvert. Betra er að fylgjast vel með því mörg námskeið fyllast á nokkrum klukkutímum daginn sem skráning hefst. 

Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf. 

Í Háskóla unga fólksins býðst ungum nemendum að kynnast smá broti af fjölda námsskeiða sem hægt er að velja þegar farið er í háskólanám. Efni námskeiðanna tengist öllum fræðasviðum háskólans. Kennarar eru úr hópi kennara HÍ, nemenda og samstarfsaðila skólans.

Skólinn stendur yfir í tæpa viku. Nemendur sækja stutt námskeið og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Fylgstu vel með skráningardegi því fullbókað hefur verið í skólann á undanförnum árum. 

""
Tengt efni