Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004. Skráning í skólann er að vori ár hvert. Betra er að fylgjast vel með því mörg námskeið fyllast á nokkrum klukkutímum daginn sem skráning hefst. Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf. Í Háskóla unga fólksins býðst ungum nemendum að kynnast smá broti af fjölda námsskeiða sem hægt er að velja þegar farið er í háskólanám. Efni námskeiðanna tengist öllum fræðasviðum háskólans. Kennarar eru úr hópi kennara HÍ, nemenda og samstarfsaðila skólans. Nánari upplýsingar er að finna á vef Háskóla unga fólksins Fyrir hverja? Skólinn er fyrir fróðleiksfúsa og fjöruga krakkar á aldrinum 12-16 ára. Hvað er í boði? Það er mismunandi á milli ára hvað er í boði. Dæmi um námskeið árið 2019 eru: tilfinningar og geðheilsa vísindi og framtíðin fjármálahagfræði blaða- og fréttamennska hreint haf táknmálsfræði eðlisfræði Listinn er langt frá því að vera tæmandi. Hvernig virkar skólinn? Námskeið samanstanda af örnámskeiðum (hluta úr degi), þemadegi, eins og tveggja daga námskeiðum. Nemandinn velur sjálfur þau námskeið sem höfða mest til hans. Betra er að fylgjast vel upphafi skráningar því mörg námskeið fyllast á nokkrum klukkutímum daginn sem skráning hefst. Lokahátíð Í lok seinasta skóladags er haldin lokahátíð til þess að fagna frábærri skólaviku, nýrri þekkingu og nýrri vináttu. Allir nemar fá viðurkenningarskjal. Skólinn stendur yfir í tæpa viku. Nemendur sækja stutt námskeið og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands. Fylgstu vel með skráningardegi því fullbókað hefur verið í skólann á undanförnum árum. Tengt efni Ungir vísindamenn facebooklinkedintwitter