Lífeðlisfræðistofnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Lífeðlisfræðistofnun

Megin hlutverk Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands (sjá reglur nr. 543/2010) er tvíþætt. Annars vegar rannsóknir í lífeðlisfræði og hins vegar að veita aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði.

Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum og sérfræðingum HÍ í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Á stofnuninni er unnið að undirstöðurannsóknum á margvíslegum sviðum lífeðlisfræðinnar. Með þessum rannsóknum er aflað nýrrar þekkingar sem kemur að notum við lausn á ýmsum viðfangsefnum, bæði fræðilegum og hagnýtum.

Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við HÍ og leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða við HÍ sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum stað. Auk þess annast stofnunin kennslu í tveimur námskeiðum í lífeðlisfræði innan heilbrigðisverkfræði samkvæmt samningi við Háskólann í Reykjavík.

Forstöðumaður: Þór Eysteinsson, prófessor
Kennslustjóri stofnunarinnar: Anna Dröfn Guðjónsdóttir


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.