Megin hlutverk Lífeðlisfræðistofnunar Háskóla Íslands (sjá reglur nr. 543/2010) er tvíþætt. Annars vegar rannsóknir í lífeðlisfræði Hins vegar að veita aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði Stofnunin veitir öllum fastráðnum kennurum og sérfræðingum HÍ í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Á stofnuninni er unnið að undirstöðurannsóknum á sviðum lífeðlisfræðinnar. Með þessum rannsóknum er aflað nýrrar þekkingar sem kemur að notum við lausn á ýmsum viðfangsefnum, bæði fræðilegum og hagnýtum. Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við HÍ og leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða við HÍ sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum stað. Auk þess annast stofnunin kennslu í tveimur námskeiðum í lífeðlisfræði innan heilbrigðisverkfræði samkvæmt samningi við Háskólann í Reykjavík. Forstöðumaður: Þór Eysteinsson, prófessor Kennslustjóri stofnunarinnar: Anna Dröfn Guðjónsdóttir Starfsfólk stofnunarinnar Björg ÞorleifsdóttirLektor5254860btho [hjá] hi.is Georgios KararigasPrófessor5254825george [hjá] hi.is Íris Omholt HassingVerkefnisstjóriioh10 [hjá] hi.is Marta GuðjónsdóttirLektor5255878martagud [hjá] hi.is Ólöf Birna ÓlafsdóttirLektor5255878olofbo [hjá] hi.is Ragnhildur Þóra KáradóttirPrófessorragnhildkara [hjá] hi.is Sighvatur Sævar ÁrnasonDósent5254832ssa [hjá] hi.is Sunna Björg SkarphéðinsdóttirAðjunkt5254834sunnabjorg [hjá] hi.is Sveinn Hákon HarðarsonDósent8490347sveinnha [hjá] hi.is Þór EysteinssonPrófessor5254887thoreys [hjá] hi.is Námskeið LÆK117G Læknisfræðileg eðlisfræði (læknisfræði, 1. ár haust)LÆK223G Frumulífeðlisfræði (læknisfræði, 1. ár vor)LÆK313G Lífeðlisfræði A (læknisfræði, 2. ár haust)LÆK409G Lífeðlisfræði B (læknisfræði, 2. ár heilsárs)LÆK212G Lífeðlisfræði I TN (næringarfræði og tannlæknisfræði, 2. ár haust)LÆK213G Lífeðlisfræði II TN (næringarfræði og tannlæknisfræði, 2. ár vor) Reglugerð um Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.