Aurora háskólarnir bjóða upp á mörg spennandi tækifæri fyrir nemendur sína og starfsfólk þvert á skólana til að efla sig í námi og starfi. Auk þess eru tækifæri til þátttöku í að þróa Aurora-samstarfið enn frekar. Kynntu þér endilega framboðið á næstunni sem er tilgreint hér fyrir neðan og ekki hika við að taka þátt. Nemendur Viltu öðlast alþjóðlega reynslu í þínu námi? Kynntu þér þá námskeið Aurora háskólanna og önnur tækifæri sem bjóðast nemendum. Hér fyrir neðan eru listuð upp nokkur tækifæri á næstunni en auk þess má finna heildaryfirlit námskeiða í Aurora háskólunum í kennsluskrá Aurora á sameiginlegri vefsíðu Aurora-samstarfsins. Önnur tækifæri eins og málstofur, vinnustofur og styttri þjálfun má einnig finna á vefsíðu Aurora-samstarfsins. Ef tækifærin fela í sér ferðir til útlanda er hægt að kanna möguleika á ferðastyrk hjá Alþjóðasviði, ask@hi.is. Ýmis sumarnámskeið við Aurora háskólana - sumarið 2023 Sumarnámskeið af ýmsu tagi eru haldin á vegum Aurora háskólanna. Nemendur Háskóla Íslands fá iðulega afslátt eða niðurfellingu á námskeiðsgjöldum. Tilkynningar um sumarnámskeið eru birtar í kennsluskrá Aurora. Flest námskeið eru með umsóknarfresti í apríl og maí. Hægt er að kanna möguleika á ferðastyrk hjá Alþjóðasviði, ask@hi.is. Vinnustofur um mannauðsstjórnun - haldnar á netinu fyrir doktorsnema o.fl. 23. og 31. maí 2023 Kaleidoscope Career Model and Gender Bias - 23. maí - skráning og frekari upplýsingar. Organisational Culture from a Neuroscience Perspective - 31. maí - skráning og frekari upplýsingar. Lög og réttindi flóttafólks - sumarnámskeið í Tékklandi 14.-24. ágúst 2023 Á grundvelli Aurora samstarfsins geta nemendur Háskóla Íslands tekið þátt í námskeiði um lög og réttindi flóttafólks (Refugee Law and Rights ) við Palacký háskólann í Olomouc í Tékklandi. Námskeiðið fer fram 14.-24. ágúst og er haldið í samstarfi við Karazin háskólann í Kharkiv, í Úkraínu. Allt að fimm nemendur geta fengið námskeiðsgjöld niðurfelld. Opið er fyrir umsóknir um námskeiðið til 15. júní en nemendum er bent á að sækja um sem fyrst þar sem umsóknir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Verði umsókn nemanda samþykkt er mögulegt að sækja um ferðastyrk hjá Alþjóðasviði HÍ. Nánari upplýsingar á www.refugees.upol.cz. Umsækjandi þarf að hafa greitt skrásetningargjöld við HÍ og vera virkur í námi. Nemendur sem skráðir eru í brautskráningu vorið 2023 og skiptinemar við Háskóla Íslands geta ekki sótt um. Athugið að nemendur þurfa að ræða við alþjóðatengilið sinnar deildar til að kanna möguleika á að fá námskeiðið metið. Vísindamiðlun fyrir doktorsnema 5. - 8. júní - Aurora Master Class on Public Outreach for Doctoral Candidates Miðstöð framhaldsnáms leitar að fimm doktorsnemum við Háskóla Íslands til að taka þátt í PhD Impact, fjögurra daga öflugu meistaranámskeiði, sem miðar að því auka hæfni þeirra í að miðla rannsóknum til þess að hafa áhrif, ekki aðeins í háskólaumhverfinu heldur einnig í samfélaginu almennt. Á námskeiðinu verða doktorsnemar HÍ hluti af vinnustofu með hópi valinna doktorsnema og sérfræðinga í vísindamiðlun frá Aurora-háskólunum. Undir leiðsögn sérfræðinga í vísindamiðlun og kynningarmálum munu doktorsnemarnir læra hvernig eigi að kynna almennum áheyrendum rannsóknarverkefni á þremur mínútum eða minna, í keppninni Three Minute Thesis (3MT). Haldnar verða vinnustofur um frásagnartækni, samfélagsmiðla, hlaðvarp, markaðsfærslu, vísindi í kvikmyndum og margt fleira, í fjölbreyttum félagsskap jafningja. Ekkert þátttökugjald er greitt. Hádegisverður, kaffi og meðlæti verður í boði alla dagana og námskeiðinu lýkur með samkomu og veitingum. Nánari upplýsingar Þátttökuskilyrði: Þú þarft að vera skráð(ur) í doktorsnám við Háskóla Íslands þegar þú sækir um; Þú þarft að vera virkur doktorsnemi við lok PhD Impact, 8. júní 2023; Þú þarft að vera komin(n) vel áleiðis í doktorsrannsókn þinni og hafa skýran skilning á rannsóknarverkefninu, sem staðfest er með samþykktri rannsóknaráætlun, miðbiksmati eða öðrum áfanga. Forsendur fyrir vali: Gæði umsóknar Núverandi staða á námsferlinum Almenn fjölbreytni umsækjenda Sækið um hér. Umsóknarfrestur til 5. maí 2023, kl. 16.00 Haustráðstefna Aurora (Aurora Biannual) 17.-18. október 2023 Haustrástefna Aurora verður haldin í Palacký háskólanum i Olomouc, Tékklandi. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur. Liðin tækifæriVinnustofa í skapandi skrifum við Palacký háskólann í Olomouc, Tékklandi - 22.-26. maí 2023 Þessi skapandi ritsmiðja byggir á heimsþekktri sérfræðiþekkingu deildarinnar í skapandi skrifum við East Anglia háskólann í Bretlandi þar sem ferill margra frægra rithöfunda hófst eins og Kazuo Ishiguro. Smiðjan er hýst af Palacký háskólanum í Olomouc og mun gefa þér tækifæri til að þróa skapandi rithæfileika þína í hinni heillandi barokkborg Olomouc. Vinnustofan er haldin 22.-26. maí fyrir áhugasama umsækjendur frá öllum Aurora háskólum. Frekari upplýsingar. 2ja daga námskeið á netinu til að öðlast færni í að skrifa umsóknir og ferilskrár, 24-25 maí "The Spring School on Transferable Skills" er tveggja daga námskeið í að öðlast færni til að skrifa umsóknir og ferilskrár og tryggja sér akademíska stöðu. Námskeiðið er haldið á netinu dagana 24. og 25. maí 2023. Það er opið öllum nemendur í grunn- og framhaldsnámi við Aurora háskóla sem eru í STEM námi (vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði). Vinsamlegast sendu tölvupóst á internationalfarmacia@unina.it til að skrá þig fyrir 20 maí. Hlekkur á námskeiðið verður sendur á öll sem skrá sig. Frekari upplýsingar er að finna hér, eða með því að senda tölvupóst á aurora.f2@unina.it. Vorráðstefna Aurora 10.-11. maí 2023 Vorráðstefna Aurora (Aurora Biannual) verður haldin á netinu 10. og 11. maí 2023. East Anglia háskólinn hefur umsjón með vorráðstefnu Aurora á netinu dagana 10. og 11. maí. Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Möguleikar alþjóðlegrar menntunar”. Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og málstofa um samstarfsverkefni innan Aurora. Nánari upplýsingar og hlekkir á málstofur eru í dagskránni. Fyrirlestraröðin Samfélagslegar áskoranir - Cloud Culture: Cinema Digital Modernity and the Archive - 27. apríl 2023 Fyrirlestraröðin ,,Samfélagslegar áskoranir” fyrir doktorsnema og nýdoktora. Björn Þór Vilhjálmsson, dósent og greinarformaður kvikmyndafræði, heldur fyrirlesturinn ,,Cloud Culture: Cinema Digital Modernity and the Archive” fimmtudaginn 27. apríl kl. 12.00-13.30. Nánari upplýsingar um fyrirlestraröðina og skráning á fyrirlesturinn. Nánari upplýsingar um fundarefnið og fyrirlesarann. Starfsfólk Viltu kynnast hugsjón Aurora betur og um leið efla þig í starfi? Kynntu þér þá tækifærin sem bjóðast starfsfólki Aurora-háskólanna. Möguleikarnir eru margir og tækifærin mismunandi; vinnustofur, námskeið, ráðstefnur o.fl. Hér fyrir neðan eru listuð upp nokkur tækifæri á næstunni en nánari upplýsingar um hvern viðburð eru oftast á sameiginlegri vefsíðu Aurora-samstarfsins. Ef tækifærin fela í sér ferðir til útlanda er hægt að kanna möguleika á ferðastyrk hjá Alþjóðasviði, ask@hi.is. Haustráðstefna Aurora (Aurora Biannual) 17.-18. október 2023 Haustrástefna Aurora verður haldin í Palacký háskólanum i Olomouc, Tékklandi. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur. Liðin tækifæriVorráðstefna Aurora 10.-11. maí 2023 Vorráðstefna Aurora (Aurora Biannual) verður haldin á netinu 10. og 11. maí 2023. East Anglia háskólinn hefur umsjón með vorráðstefnu Aurora á netinu dagana 10. og 11. maí. Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Möguleikar alþjóðlegrar menntunar”. Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra og málstofa um samstarfsverkefni innan Aurora. Nánari upplýsingar og hlekkir á málstofur er væntanlegt. Kennsluafsláttur fyrir þróun Aurora námskeiða - umsóknarfrestur 2. maí 2023 Á skólaárinu 2023-2024 leggur Kennslumálasjóður áherslu á alþjóðlega samvinnu, s.s. í gegnum Aurora-samstarfsnetið, starfshæfni nemenda og önnur áherslumál sem eru í samræmi við stefnu HÍ, HÍ26. Í boði eru tvær styrkleiðir: Kennarar geta sótt um 280 tíma kennsluafslátt Kennarar geta sótt um 100 tíma kennsluafslátt og ferðastyrk. Frekari upplýsingar er að finna á innri vef skólans. Umsóknum skal skilað til kennslumálanefndar háskólaráðs fyrir þriðjudaginn 2. maí 2023. Nánir upplýsingar veitir Margrét Ludwig ml@hi.is. Fyrirlestur á vegum Aurora Fellowship Programme Fyrirlesturinn er fyrsti opni fyrirlesturinn sem Aurora Fellowship prógrammið við Duisberg-Essen háskólann býður upp á. Prófessor Salvador A. Clavé frá Universitat Rovira i Virgili mun halda fyrirlestur um efnið "The Challenge of the Sustainability Transition in the Attractions and Theme Park Industry" Fyrirlesturinn fer fram 2. maí klukkan 16.30 í Glaspavilion á hákólasvæðinu í Essen en verður einnig í streymi sem er aðgengilegt hér. Frekari upplýsingar um viðburðinn og Aurora Fellowship prógrammið má nálgast í meðfylgjandi dreifiriti. Viltu vita meira? - hafðu endilega samband!Fyrirspurnir, ábendingar eða hugmyndir má senda á: aurora@hi.isSameiginleg vefsíða Aurora er með upplýsingar um samstarfið og tækifæri á næstunni fyrir nemendur og starfsfólk. Tengiliðir Aurora hjá Háskóla Íslands: Fanney Karlsdóttir, verkefnisstjóri Aurora (fanneyk@hi.is) Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri Aurora kennslumála (sandra@hi.is) Auður Inga Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri Aurora rannsóknamála (air@hi.is) facebooklinkedintwitter