Lokaverkefni | Háskóli Íslands Skip to main content

Lokaverkefni

Lokaverkefni - á vefsíðu Háskóla Íslands

Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma eigin rannsókn, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem ráðast af aðferðum, tækni og reglum, að geta með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli skilgreint rannsóknarviðfangsefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur.

30e lokaverkefni: Fræðileg ritgerð eða kerfisbundið yfirlit yfir þekkingargrunn á ákveðnu sviði.

60e: lokaverkefni: Sjálfstæð rannsókn sem lýkur í vísindagrein, tilbúinni til birtingar, ásamt fræðilegum inngangi. Unnið er með fyrirliggjandi gögn.

Á fyrsta misseri þróa nemendur hugmyndir sínar um lokaverkefni og velja sér leiðbeinanda í samvinnu við kennara námsins. Rannsóknaráætlun fyrir lokaverkefni er unnin í námskeiðinu Verklag í vísindum og í samráði við leiðbeinanda.

Nemendur í 60e verkefni geta nýtt námskeið í bundnu og/eða frjálsu vali, sbr. LÝÐ301F Klínísk spálíkön, til að vinna með gögn í lokaverkefni.

Málstofur nemenda og æfingavarnir eru mikilvægur umræðuvettvangur fyrir nemendur meðan vinna við lokaverkefni stendur yfir. Einnig er krafa um að nemendur mæti í að lágmarki fimm opnar meistaravarnir í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og/eða líftölfræði á námsferlinum.

Í Skemmunni er að finna lokaverkefni í MPH og Ph.D námi í lýðheilsuvísindum
(Leit >Stofnun=Háskóli Íslands>Leitartexti=Lýðheilsuvísindi>ýta á ''leita'' aftur)