Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að auknum áhuga á nýsköpun. 

Hlutverk hans er að styrkja efnilega frumkvöðla, nemendur eða vísindamenn, sem með einhverjum hætti sinna verkefnum eða rannsóknum er lúta að nýsköpun. 

Sjóðurinn er stofnaður til minningar um dr. Þorstein Inga Sigfússon (f. 4. júní 1954, d. 15. júlí 2019). 

Stofnfé sjóðsins er 1,5 milljón króna. Áætlað er að úthluta árlega úr sjóðnum á afmælisdegi Þorsteins Inga.