Minningarsjóður Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda | Háskóli Íslands Skip to main content

Minningarsjóður Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda

Markmið minningarsjóðsins og hlutverk er að styrkja hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til framhaldsnáms. Úr hópi hjúkrunarfræðinga skulu þeir einstaklingar sem hyggja á framhaldsnám í ljósmóðurfræði hafa forgang umfram aðra hjúkrunarfræðinga um styrki úr sjóðnum.

Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands 22. desember 2008 skv. fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur, f. 3. júlí 1922, d. 28. febrúar 2005, frá 25. apríl 2001.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.